Rafa mun ávallt geta treyst Garcia
Rafa mun ávallt geta treyst mér. Það eru skilaboð Luis Garcia til Rafa Benítez. Luis sér bjarta framtíð fyrir sér hjá Liverpool:
"Við höfum ekki skorað mörg mörk að undanförnu en Liverpool er með frábært lið og við munum standa okkur vel á tímabilinu. Við eigum í meiri vandræðum með að skora á útivöllum en á heimavelli en það er auðvelt að gleyma því að undirstaða liðs okkar er sterkur varnarleikur. Ef við verjumst vel þá sækjum við af krafti. Vandamál okkar í vörninni eru ekki alvarleg. Þegar við fáum á okkur mark er það vegna þess að öllum í liðinu hefur mistekist að stöðva hitt liðið. Við leggjum hart að okkur til að bæta vörnina og sóknina.
Stjórinn róterar liðinu vegna þess að hann vill að allir séu í toppformi. Keppnistímabilið er langt og við leikum marga leiki í mörgum keppnum. Hann útskýrði þetta fyrir okkur á undirbúningstímabilinu og þetta truflar því okkur ekki. Ég verð að vinna mér traust Rafa Benítez á ný. Ég hef ekki leikið marga leiki á tímabilinu og verð að minna hann á ástæður þess að hann fékk mig til Liverpool. Ég mun aldrei bregðast Rafa Benítez. Alltaf þegar ég leik fyrir hann reyni ég að skapa eða skora mörk fyrir liðið.
Ég er ánægður hjá félaginu og þegar félagið vill ræða við mig um nýjan samning vil ég gjarnan vilja ræða málin. Ef ég stend mig vel á þessu tímabili er ég viss um að Liverpool muni bjóða mér nýjan samning."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna