Merkilegur sigur
Sigur Liverpool á Bordeaux í gærkveldi fer í sögubækurnar fyrir þær sakir að þetta var 150. sigur Liverpool í Evrópukeppni frá upphafi vega. Leikurinn var sá 264. sem Liverpool spilar á Evrópumótunum. Sem fyrr segir var þetta 150. sigur Liverpool. Liðið hefur gert 58 jafntefli og tapað 56 leikjum. Sigurinn gegn Bordeaux markar því ákveðinn tímamót.
Fyrsti sigur Liverpool á Evrópumóti vannst auðvitað hér á Fróni sumarið 1964. Liverpool lagði þá K.R. 5:0 að velli á Laugardalsvellinum. Gordon Wallace skoraði fyrsta mark Liverpool í Evrópukeppni eftir aðeins 180 sekúndur þegar hann náði forystu gegn K.R. Gordon skoraði aftur seinna í leiknum, Roger Hunt skoraði líka tvívegis og Phil Chisnall skoraði eitt mark.
Liverpool ber höfuð og herðar yfir önnur ensk lið hvað sigursæld á Evrópumótum varðar. Alls hefur Liverpool unnið ellefu Evróputitla í sögu félagsins.
Evrópubikarinn: 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005.
Evrópukeppni félagsliða: 1973, 1976 og 2001.
Stórbikar Evrópu: 1977, 2001 og 2005.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum