Salif Diao farinn frá Liverpool
Stoke City fékk Salif Diao á frjálsri sölu í dag frá Liverpool. Hann skrifaði undir samning hjá Stoke sem gildir til loka tímabilsins. Diao var lánaður til Stoke í október fram til 1. janúar og lék seytján leiki fyrir félagið og vakti almenna aðdáun stuðningsmanna félagsins. Þykir hann hafa átt mikinn þátt í góðu gengi liðsins sem nú er í baráttu um sæti í Úrvalsdeildinni.
Salif var keyptur til Liverpool sumarið 2002 ásamt landa sínum El Hajdi Diouf. Báðir höfðu staðið sig vel með landsliði Senegal á Heimsmeistaramótinu í Austurlöndum fjær. Því miður stóðu þeir landar aldrei undir væntingum hjá Liverpool. Salif var þó aldrei til vandræða en hann var bara ekki nógu góður. Við óskum honum góðs gengis.
Tony Pulis, framkvæmdastjóri Stoke er spenntur fyrir endurkomu Salif: "Það nægir að líta á þann fjölda stiga sem við höfum fengið síðan hann kom hingað til að sjá hversu mikilvægur hann er félaginu."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!