Mark spáir í spilin
Það er komið að heimsókn Rauðu djöflanna frá Manchester. Þó Liverpool sé of langt á eftir toppliðinu kemur ekki annað til greina en að reyna að minnka flugið á því liði. Margir sparkspekingar telja að enski meistaratitillinn verði innan seilingar hjá Manchester United ef liðið nær sigri á Anfield Road á morgun. Stuðningsmönnum Liverpool hugnast sú staða ekki og því mun ekki þurfa að hvetja stuðningsmenn Liverpool eða leikmenn liðsins til að leggja sig alla fram til að klekkja á mótherjum sínum.
Sumir sparkspekingar hafa talið leikinn koma á góðum tímapunkti fyrir Manchester United. Þeir styðja það álit sitt þeim rökum að Liverpool eigi enn mikilvægari leik eftir helgina þegar liðið leikur seinni leik sinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona. Rafael Benítez muni því stilla upp eitthvað veikara liði en hann myndi annars gera. Það er reyndar aldrei auðvelt að ráða í hvað Rafael hugsar sér hvað liðsuppstillingu varðar. Ég held þó að það sé sama hvaða menn muni fara til leiks í nafni Liverpool á morgun. Það eitt ætti að duga mönnum sem hvati til góðra verka að mótherjinn er Manchester United! Við vonum að Rauði herinn, innan vallar sem utan, vinni sigur í þessari orrustu!
Liverpool v Manchester United
Ég bíð spenntur eftir að sjá hvaða menn þeir Rafael Benítez og sir Alex Ferguson velja í þennan leik. Liverpool á gríðarlega mikilvægan leik við Barcelona í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Rafael veit að leikurinn við Manchester United er stórleikur en þó mun hann telja Evrópuleikinn mikilvægari.
United hvíldi fullt af leikmönnum í aukaleiknum í F.A. bikarnum í Reading. Þess vegna á ég von á því að menn á borð við Wayne Rooney og Paul Scholes komi aftur inn í liðið og þá sérstaklega vegna þess að þeir fá einum degi meira til að hvíla sig eftir leikinn við Lille á miðvikudaginn. Ég held að leiknum ljúki með jafntefli og það yrðu ekki verstu úrslit í heimi fyrir United.
Úrskurður: Liverpool v Manchester United. 1:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!