| Sf. Gutt
TIL BAKA
Spennandi leikur í uppsiglingu
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2005 hefst eftir rétt tvær klukkustundir. Stund sannleikans færist nær og spennan er að verða óbærileg. Hér má fylgjast með spennunni magnast upp á vefsíðu BBC.
Það er að kvölda í Aþenu. Leikurinn hefst þegar klukkuna vantar stundarfjórðung í sjö að okkar tíma. Rafael Benítez og hans menn hafa í dag lagt lokahönd á undirbúninginn fyrir þennan mikla leik. Það eina sem er ekki ljóst er hvaða ellefu fulltrúar Liverpool Football Club munu ganga til leiks út á Olympíuleikvanginn í Aþenu í kvöld. Fyrirfram skiptir það ekki öllu hverjir ganga til leiks. Aðalatriðið er að leikmenn Liverpool standi undir nafni og geri sitt allra besta. Víst er að þeir munu fá stuðning til góðra verka. Stuðningsmenn Liverpool eru þúsundum saman í Aþenu og þeir munu ekki láta sitt eftir liggja.
Héðan í frá er ekkert hægt að gera nema bíða og vonast eftir því að leikmenn Liverpool komi sér á spjöld sögunnar með því að færa félaginu okkar Evrópubikarinn í sjötta sinn. Góðar óskir fylgja liðinu okkar úr öllum heimshornum. Veitum nú okkar mönnum allan þann stuðning sem við getum. Upp með trefla og fána. You´ll Never Walk Alone!!!!!!
Það er að kvölda í Aþenu. Leikurinn hefst þegar klukkuna vantar stundarfjórðung í sjö að okkar tíma. Rafael Benítez og hans menn hafa í dag lagt lokahönd á undirbúninginn fyrir þennan mikla leik. Það eina sem er ekki ljóst er hvaða ellefu fulltrúar Liverpool Football Club munu ganga til leiks út á Olympíuleikvanginn í Aþenu í kvöld. Fyrirfram skiptir það ekki öllu hverjir ganga til leiks. Aðalatriðið er að leikmenn Liverpool standi undir nafni og geri sitt allra besta. Víst er að þeir munu fá stuðning til góðra verka. Stuðningsmenn Liverpool eru þúsundum saman í Aþenu og þeir munu ekki láta sitt eftir liggja.
Héðan í frá er ekkert hægt að gera nema bíða og vonast eftir því að leikmenn Liverpool komi sér á spjöld sögunnar með því að færa félaginu okkar Evrópubikarinn í sjötta sinn. Góðar óskir fylgja liðinu okkar úr öllum heimshornum. Veitum nú okkar mönnum allan þann stuðning sem við getum. Upp með trefla og fána. You´ll Never Walk Alone!!!!!!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan