Guðlaugur Victor Pálsson

Fæðingardagur:
30. apríl 1991
Fæðingarstaður:
Reykjavík
Fyrri félög:
Fylkir, AGF Árhús
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
15. janúar 2009

Guðlaugur Victor Pálsson kom til félagsins í janúar 2009.  Guðlaugur hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og skrifaði hann undir tveggja og hálfs árs samning við félagið.  Hann kom frá AGF Árhúsum í Danmörku en þangað hafði hann verið keyptur frá Fylki.

Guðlaugur, sem á portúgalskan föður, er talinn einn af efnilegustu leikmönnum Íslands.  Hann hefur spilað með varaliðinu síðan hann kom til Liverpool og þótt standa sig ágætlega.  Hann er upphaflega miðjumaður en á síðasta tímabili þótti hann spila mjög vel sem miðvörður með varaliðinu.  Hann var svo tekinn með í æfingahóp félagsins sem fór til Sviss á undirbúningstímabilinu 2010 og kom hann inná sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Grasshopper þann 21. júlí.

Tölfræðin fyrir Guðlaugur Victor Pálsson

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2010/2011 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Guðlaugur Victor Pálsson

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil