Alberto Moreno

Fæðingardagur:
05. júlí 1992
Fæðingarstaður:
Sevilla, Spáni
Fyrri félög:
Sevilla
Kaupverð:
£ 12000000
Byrjaði / keyptur:
16. ágúst 2014
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Alberto Moreno er fæddur í Katalóníuhéraði á Spáni í júlí 1992. Hann er alinn upp hjá Sevilla og lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins í apríl 2012, þá tæplega tvítugur. Smám saman vann hann sér fast sæti í liðinu og góð frammistaða hans með Sevilla gerði það að verkum að Vincente Del Bosque valdi hann í A-landslið Spánar í október 2013. Hann var valinn í 30 manna æfingahóp Spánverja fyrir HM í Brasilíu, en var einn af 7 leikmönnum sem voru skildir eftir heima. 

Það vakti talsverða athygli að Moreno átti í erfiðleikum með að leyna tilfinningum sínum eftir síðasta leik sinn með Sevilla. Hann hefur viðurkennt að það hafi tekið mikið á að þurfa að yfirgefa uppeldisfélagið, en segist jafnframt hlakka til að takast á við ný verkefni með Liverpool. 

Áður en hann skrifaði undir hjá okkar mönnum leitaði hann ráða hjá löndum sínum og fyrrum leikmönnum Liverpool, þeim Xabi Alonso, Pepe Reina og Alvara Arbeloa. Þeir báru Liverpool allir vel söguna og hvöttu hann til þess að ganga til liðs við félagið. Ekki síst Xabi Alonso. Þá skemmir það ekki fyrir að hjá Liverpool hittir Moreno fyrir tvo fyrrum félaga sína úr spænska U-21 árs landsliðinu, þá Javier Manquillo og Suso.  

Moreno segir að helstu fyrirmyndir sínar í bakvarðastöðunni séu landi hans Jordi Alba og Brassinn Marcelo, en Moreno hefur einmitt oft verið líkt við þessa tvo kappa. Einkum Jordi Alba, en þeir eiga það svo sannarlega sammerkt að vera öskufljótir. 

Í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool, stuttu eftir að Moreno skrifaði undir, var hann spurður að því hvaða kostir í fari hans sem knattspyrnumanns myndu helst nýtast félaginu. Ekki stóð á svari: ,,Hraði og nákvæm skot”. Það er óhætt að segja að þessir tveir kostir hafi komið berlega í ljós þegar Spánverjinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool, gegn Tottenham í lok ágúst. Annar eins sprettur og annað eins skot hafði ekki sést lengi frá vinstri vængnum. Vonandi sjáum við sem mest af slíku frá Alberto Moreno í framtíðinni. 

Tölfræðin fyrir Alberto Moreno

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2014/2015 28 - 2 4 - 0 2 - 0 7 - 0 0 - 0 41 - 2
2015/2016 32 - 1 0 - 0 5 - 0 13 - 0 0 - 0 50 - 1
2016/2017 12 - 0 3 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 18 - 0
2017/2018 16 - 0 1 - 0 0 - 0 10 - 0 0 - 0 27 - 0
2018/2019 2 - 0 1 - 0 1 - 0 1 - 0 0 - 0 5 - 0
Samtals 90 - 3 9 - 0 11 - 0 31 - 0 0 - 0 141 - 3

Fréttir, greinar og annað um Alberto Moreno

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil