Titi Camara
- Fæðingardagur:
- 07. nóvember 1972
- Fæðingarstaður:
- Conakry, Gíneu
- Fyrri félög:
- St. Etienne. RC Lens, Marseille
- Kaupverð:
- £ 2600000
- Byrjaði / keyptur:
- 01. júní 1999
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Camara er fyrsti leikmaðurinn frá Gíneu til að leika í ensku úrvalsdeildinni og gæti átt erfitt með að tryggja sér fast sæti í framlínu Liverpool en hann segist vera tilbúinn, staðráðinn í og fær um að grípa tækifærin þegar þau gefast. Camara spilaði í tvö tímabil hjá Marseille og á því seinna hjálpaði hann liðinu að komast í úrslit UEFA keppninnar, en síðustu mánuðir hans í Frakklandi voru erfiðir eftir að hann neitaði að fara til Newcastle og þjálfarinn setti hann út úr hópnum: "Þetta var leiðinlegt því að eftir fyrsta timabilið mitt þar þá var ég mjög vinsæll meðal áhagendanna og allt gekk mjög vel. Ég varð fráhverfur fótbolta um tíma en nú er hungrið komið aftur og ég er í skýjunum yfir því að vera kominn til Liverpool."
Houllier lét þessi orð falla þegar Titi kom til liðsins: "Ég er mjög ánægður að við náðum í Titi og ég er sannfærður um að hann verður mikil og góð viðbót við liðið. Hann er stór og kraftmikill og hefur sannað það að hann er markaskorari. Ég er viss um að hann verður mjög vinsæll meðal aðdáenda Liverpool."
Camara féll í ónáð hjá Houllier og er nú kominn til Saudi-Arabíu.
Tölfræðin fyrir Titi Camara
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
1999/2000 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
1999/2000 | 33 - 9 | 2 - 1 | 2 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 37 - 10 |
2000/2001 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
Samtals | 33 - 9 | 2 - 1 | 2 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 37 - 10 |
Fréttir, greinar og annað um Titi Camara
Fréttir
Skoða önnur tímabil