Bernard Diomede
- Fæðingardagur:
- 23. janúar 1974
- Fæðingarstaður:
- Guadeloupe
- Fyrri félög:
- Auxerre, í láni hjá Ajaccio út 2002-2003
- Kaupverð:
- £ 3000000
- Byrjaði / keyptur:
- 07. júní 2000
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Bernard Diomede fæddist á eyjunni Guadalupe sem tilheyrir Frakklandi. Hann er einn þeirra fjögurra leikmanna sem varð heimsmeistari með Frökkum 1998 sem var ekki í hópi Frakka á EM 2000. Diomede lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakkland í 1-0 sigri á Spánverjum 28. janúar 1998 í vígsluleik hins glæsilega leikvangs Stade de France í París. Hann var því einn þeirra leikmanna sem rétt sluppu inn í HM-hópinn. Diomede var í byrjunarliðinu í þremur leikjum en eftir 16 liða úrslitin gegn Paraguay var þátttöku hans á HM lokið og kom það nokkuð á óvart enda búinn að vera mjög sprækur á kantinum. Hann fékk fjölmörg tilboð eftir HM frá m.a. Monaco, Marseille, Bordeaux og Deportivo La Coruna en ákvað að vera áfram hjá Auxerre þar sem hann var búinn að vera í tíu ár. Diomede var búinn að eiga farsælan feril hjá Auxerre þó að fyrstu árin hafi hann verið dálítið óstýrilátur. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Auxerre 12. desember 1992 gegn Nimes og vann bikarinn 1994 og frönsku tvennuna 1996. Hann lék alls 176 deildarleiki fyrir félagið og skoraði 30 deildarmörk.
"Ég er mjög ánægður að ganga til liðs við félag með franskan þjálfara sem ég ber virðingu fyrir. Mér hefur verið sagt að Liverpoolborg sé ekki fallegasti staðurinn sem ég hefði getað valið en ég hef séð hana og líkar vel við íbúana og borgina. Ég hefði getað valið önnur félög og fengið hærri laun en fótboltinn er það sem skiptir máli og að komast aftur í landsliðið. Ég hef það á tilfinningunni að leika fyrir Liverpool og framkvæmdastjóra sem ég þekki mjög vel auki möguleika mína. Ég hef rætt málin við þjálfarann og við erum sammála um að ég nýtist best fyrir aftan framherjana. Ég hlakka til þess að leika með Michael Owen, Robbie Fowler og Emile Heskey. Hraði þeirra og útsjónarsemi ættu að auðvelda mér lífið."
Diomede fékk hins vegar fá tækifæri undir stjórn Houllier þrátt fyrir ágætis frammistöðu í þeim leikjum sem hann var inná. Það er enn hálfgerð ráðgáta af hverju Houllier keypti hann og Diomede snéri aftur til Frakklands og leikur nú með Ajaccio.
Tölfræðin fyrir Bernard Diomede
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2000/2001 | 2 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 2 - 0 | 0 - 0 | 4 - 0 |
2001/2002 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 |
2002/2003 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
Samtals | 2 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 3 - 0 | 0 - 0 | 5 - 0 |