Frode Kippe
- Fæðingardagur:
- 17. janúar 1978
- Fæðingarstaður:
- Osló, Noregi
- Fyrri félög:
- Kolbotn, Lilleström
- Kaupverð:
- £ 700000
- Byrjaði / keyptur:
- 01. júlí 1999
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Frami Fróða Kippu hefur verið með ólíkindum en árið 1997 lék hann með Kolbotn í 3. deild norsku knattspyrnunnar. Kippe var liðtækur í skíðagöngu og skíðastökki en þegar hann var 16 ára gamall tók hann fótboltann fram yfir skíðin. "Þegar ég var kafi í skíðunum lærði ég að leggja hart að mér við æfingar og það á sinn þátt í því að ég hef náð svo langt á svo skömmum tíma. Ég æfi allt að 14-15 sinnum á viku. Ég er frekar jarðbundinn persónuleiki og þegar ég ætla mér eitthvað þá legg ég mig 100 % fram. Ég var mun stressaðri er ég fór frá Kolbotn til Lilleström en nú frá Lilleström til Liverpool. Ég hef meiri trú á mér nú til að ná árangri en þá."
Fróði er stór og sterkur örvfættur miðvörður. Hann er harður í horn að taka og er hörkutæklari. Hann var í svo miklu áliti í Noregi að hann var tilnefndur ásamt tveimur varnarmönnum Rosenborg sem varnarmaður ársins 1998 á sínu fyrsta og eina ári í norsku úrvalsdeildinni. Fróði var lánaður til Stoke í þrjá mánuði á síðasta tímabili og stóð sig með miklum sóma og kveðst sterkari leikmaður fyrir vikið.
Fróði snéri tilbaka til Noregs með skottið á milli lappanna eftir að ljóst var að hæfileikar hans væru ekki nægir til að trylla úrvalsdeildina en hann virðist kunna vel við sig á heimaslóðum og er nú fyrirliði Lilleström.
Tölfræðin fyrir Frode Kippe
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
1999/2000 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
1999/2000 | 0 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 |
2000/2001 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
2001/2002 | 0 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 |
Samtals | 0 - 0 | 0 - 0 | 2 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 2 - 0 |
Fréttir, greinar og annað um Frode Kippe
Fréttir
Í nærmynd
Skoða önnur tímabil