Igor Biscan

Fæðingardagur:
04. maí 1978
Fæðingarstaður:
Zagreb
Fyrri félög:
FC Samobor, Dinamo Zagreb
Kaupverð:
£ 5500000
Byrjaði / keyptur:
07. desember 2000
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Biscan var fyrirliði U-21 árs liðs Króatíu og bar einnig fyrirliðabandið hjá Dinamo Zagreb. Hann hlýtur því að vera sterkur karakter og er jafnframt mjög óvenjulegt að svo ungur leikmaður skuli hafa verið valinn fyrirliði. Hann hefur verið einkar sigursæll og hampaði meistaratitlinum í Króatíu þrjú tímabil í röð. Helstu stórlið Evrópu hafa fylgst grannt með framgangi piltsins sl. 2-3 ár og fóru AC Milan, Bayern Munchen og Barcelona þar fremst í flokki ásamt Liverpool. Þegar Houllier bauð honum að koma til Liverpool stóð ekki á jákvæðu svari. Biscan hefur dáðst að Liverpool í mörg ár og þá sérstaklega af markakóngnum Ian Rush.

Biscan hóf ferillinn sem varnarmaður en hefur færst framar á völlinn sem varnar- eða sóknartengiliður. Hann er fljótur, með gott þol, framsækinn, góður skallamaður og skotfastur. Hann átti hins vegar í erfiðleikum með að venjast enska boltanum og bestu leikir hans með Liverpool komu oftast í Evrópukeppnum. Hans er minnst sem hálfgerðrar þjóðsagnarpersónu á Anfield og verður sárt saknað.

Tölfræðin fyrir Igor Biscan

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2000/2001 13 - 0 4 - 0 4 - 1 0 - 0 0 - 0 21 - 1
2001/2002 5 - 0 0 - 0 0 - 0 3 - 0 2 - 0 10 - 0
2002/2003 6 - 0 1 - 0 3 - 0 3 - 0 0 - 0 13 - 0
2003/2004 29 - 0 1 - 0 2 - 0 7 - 0 0 - 0 39 - 0
2004/2005 19 - 2 1 - 0 6 - 0 9 - 0 0 - 0 35 - 2
Samtals 72 - 2 7 - 0 15 - 1 22 - 0 2 - 0 118 - 3

Fréttir, greinar og annað um Igor Biscan

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil