Jon Otsemobor

Fæðingardagur:
23. mars 1983
Fæðingarstaður:
Liverpool
Fyrri félög:
uppalinn
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 1900
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Jon er yfirleitt kallaður "Semmy" af sínum félögum. Hann er gríðarlega efnilegur varnarmaður og var orðinn fastamaður í varaliðinu 2001-2002 tímabilið. Hann spilaði sinn fyrsta varaliðsleik gegn Aston Villa og var valinn maður leiksins eftir að hafa pakkað framherjanum Julian Joachim gjörsamlega saman, og ekki er sá kappi nú svifaseinn. Þennan leik spilaði Semmy sem vinstri bakvörður, þrátt fyrir að vera réttfættur og hans eiginlega staða sé miðvarðarstaðan. Hann er gríðarlega fljótur og gerðu menn hálfpartinn grín að því eftir þennan leik að hann hafi gert það að leik sínum að gefa Joachim smá forskot og svo hljóp hann framherjann snögga uppi án þess að hafa mikið fyrir því.

Semmy er einnig mjög yfirvegaður leikmaður og les leikinn vel. Hann hefur verið fastamaður í unglingaliðum Englands og hefur oftar en ekki verið látinn gegna fyrirliðastöðu hjá Liverpool og enska unglingalandsliðinu.

Tölfræðin fyrir Jon Otsemobor

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2002/2003 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0
2003/2004 4 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 5 - 0
2004/2005 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 4 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 6 - 0

Fréttir, greinar og annað um Jon Otsemobor

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil