Roy Evans
1948 - Fæddist þann 4. október 1948.
1963 – Leikur með enska drengjalandsliðinu sem vinstri bakvörður.
1965 – Gengur til liðs við Liverpool.
1969 – Leikur sinn fyrsta leik af þrem leikjum alls tímabilið 1969-70.
1974 – Bill Shankly hættir og Bob Paisley tekur við og ráðleggur Evans að fara að þjálfa. Evans hættir að spila með Liverpool 25 ára að aldri en hafði þá aðeins leikið 11 leiki með Liverpool. Evans tekur við varaliðinu. John Smith, formaður Liverpool spáir því að einn góðan veðurdag muni Evans taka við stjórn aðalliðsins.
1975 – Leiðir varaliðið til sigurs á sínu fyrsta keppnistímabili.
1983 - Paisley sest í helgan stein og Joe Fagan tekur við liðinu. Evans sér nú um þjálfun aðalliðsins eftir að hafa leitt varaliðið til sigurs 7 sinnum á 9 árum.
1984 – Evans á stóran þátt í því að Liverpool meistaratitillinn, deildarbikarinn og Evrópukeppni Meistaraliða.
1985 – Liverpool stendur uppi tómhent í fyrsta skipti í 10 ár þar sem óeirðirnar á Heyselleikvanginum setja ljótan blett á tímabilið og kemur í veg fyrir frekari þátttöku Liverpool í Evrópukeppnum næstu árin. Fagan sest í helgan stein og Kenny Dalglish er ráðinn leikmaður/framkvæmdastjóri.
1986 – Evans aðstoðar Dalglish til sigurs í deild og FA Cup.
1991 - Dalglish hættir og Souness tekur við. Phil Boersma er hægri hönd Souness og Evans verður að sætta sig við taka eitt þrep niður á við í metorðastiganum.
1993 – Eftir slappt gengi Liverpool er Evans færður upp á við á nýju sem hægri hönd Souness.
1994 – Souness er rekinn eftir niðurlægjandi tap gegn Bristol City. Evans ráðinn framkvæmdastjóri. Liverpool sigrar Everton 2-1 í Merseyside-nágrannaslagnum en sá sigur reynist sá síðasti gegn Everton undir stjórn Evans. Liverpool endar í 8. sæti í deildinni.
1995 – Liverpool sigrar Bolton 2-1 í úrslitaleik Coca Cola Cup. Liverpool vinnur ekki til annars titils undir stjórn Evans. Liverpool endar í 4. sæti í deildinni og eru slegnir út í átta liða úrslitum FA Cup af Tottenham. Evans pungar út hæstu upphæð sem hefur verið greidd fyrir leikmann á Bretlandseyjum er Stan Collymore gengur til liðs við Liverpool frá Nottingham Forest fyrir 8.5 milljónir punda.
1996 – Liverpool tapar fyrir Man Utd í úrslitaleik FA Cup og endar í 3. sæti deildarinnar.
1997 – Liverpool slegið út af Paris St. Germain í undanúrslitum Evrópukeppni Bikarhafa. Liverpool sem hafði verið í efsta sæti meirihluta tímabilsins fellur niður í 4. sæti. Liverpool slegið út í október af miðlungsliði Strasbourg í 2. umferð Evrópukeppni Félagsliða.
1998 – Coventry reynist of stór biti fyrir Liverpool í 3. umferð FA Cup. Fyrstu deildarlið Middlesbrough kemst í úrslit Coca Cola Cup á kostnað Liverpool. Liverpool lýkur tímabilinu í 3. sæti. Gerard Houllier ráðinn framkvæmdastjóri við hlið Evans.
12. nóvember 1998: Evans tilkynnir á blaðamannafundi að hann sé að yfirgefa Anfield.