Pennant ósáttur við rauða spjaldið
Þó að Rafael Benítez kvarti ekki yfir rauða spjaldinu sem Pennant fékk, er Pennant sjálfur á því að þetta hafi ekki verið réttur dómur. Hann telur að dómarar í Evrópukeppni leyfi minna en á Englandi og segist verða að læra af þessu og haga spilamennskunni í samræmi við það.
"Dómararnir eru strangari í Evrópu og ég var steinhissa í allt kvöld yfir honum. Ég verð sannarlega að læra af því að það er munur á því hvernig dómarar nálgast leikina í Evrópu. Þar verður maður að halda sér á jörðinni.
Mér fannst það ekki rétt ákvörðun að reka mig útaf. Þetta var ekki einu sinni gult spjald því að þetta var ekki alvarlegt brot, og ég snerti ekki einu sinni leikmanninn. Hann gerði mikið úr þessu, svo að þetta var allt of strangur dómur. Flautið frá áhorfendum hefur áhrif á dómarann og gerir ákvörðun hans sennilega auðveldari. Í ensku úrvalsdeildinni hefði þetta ekki vera meira en markspyrna til hins liðsins, ekki einu sinni aukaspyrna.
Það var hræðilegt að horfa á leikinn úr búningsklefanum. Ég hugsaði bara: "áfram strákar, haldið þetta út fyrir mig." Þeir eiga mikið hrós skilið fyrir að ná jafnteflinu með tíu mönnum, sem auðvitað gerir þetta erfiðara.
Ég er viss um að stjórinn mun ekki láta mig líða fyrir þessa brottvísun. Ég vona að orðspor mitt versni ekki út af henni. Þetta er í fyrsta sinn á mínum atvinnumannaferli sem ég er rekinn út af. Ég var einu sinni rekinn útaf í vináttuleik með unglingalandsliðinu, en það var eina skipti fram að leiknum í gær, þannig að ég er ekki slæmur hvað þetta varðar."
Um leikinn sjálfan sagði Pennant: "Við voru slakir, sérstaklega fyrstu fimm mínúturnar þegar þeir sýndu okkur að þeir voru tilbúnir í leikinn. Við gerðum okkur sjálfum erfitt fyrir með því að tapa boltanum á eigin vallarhelmingi, og stjórinn sagði við okkur í leikhléi að við yrðum að bæta okkur. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir að ná stiginu, sem eru góð úrslit fyrir okkur."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni