Jermaine Pennant

Fæðingardagur:
15. janúar 1983
Fæðingarstaður:
Nottingham, England
Fyrri félög:
Notts County, Arsenal, Watford, Leeds, Birmingham
Kaupverð:
£ 6700000
Byrjaði / keyptur:
26. júlí 2006
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Pennant varð dýrasti unglingur í ensku knattspyrnunni þegar hann gekk til liðs við Arsenal fyrir 2 milljónir punda í janúar 1999. Arsene Wenger er meistari í að gera unglinga að fulltíða atvinnumönnum en hann réð ekki einu sinni við hinn óstýriláta Pennant. Hann lék aðeins 26 leiki fyrir Arsenal þrátt fyrir leiftrandi byrjun á ferli sínum hjá Arsenal eftir að hafa skorað þrennu í fyrsta deildarleik sínum gegn Southampton í maí 2003. Þessi þrjú mörk reyndust vera einu mörk hans sem hann skoraði fyrir Wenger.

Pennant var lánaður út og Birmingham leist nógu vel á pilt til að greiða 3 milljónir punda fyrir hann 1. júlí 2005. Pennant segir að Steve Bruce stjóri Birmingham hafi bjargað ferli sínum. Liverpool gaf honum tækifæri á að leika aftur með stórliði og því liði sem hann hafði stutt í æsku, hann var keyptur til félagsins árið 2006.

Pennant hafði verið þekktur fyrir að vera svolítill vandræðagemlingur en Rafael Benítez virtist hafa trú á því að hann gæti komið honum á beinu brautina. Ferill hans hjá Liverpool byrjaði ekki illa og er að vissu leyti ekkert hægt að segja að hann hafi komið illa út en útkoman úr leik hans þegar kom að mörkum og stoðsendingum var ekki í samræmi við það.

Frumraun hans hjá Liverpool var gegn Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2006-2007. Fyrsta markið hans kom í lok janúar árið 2007 þegar hann skoraði með glæsilegu skoti í sigurleik Liverpool á Chelsea. Hápunktur hans á því tímabili var líklega frammistaða hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Liverpool beið lægri hlut gegn AC Milan, en Pennant þótti einn besti leikmaður Liverpool í leiknum.
Á næstu leiktíð sinni hjá liðinu hélt hann uppteknum hætti en þegar leið á tímabilið fékk hann rautt spjald í leik gegn Porto í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það var ekki vel liðið af Rafael Benítez og þjálfarateymi hans og kostaði þetta Pennant að miklu leyti sæti í byrjunarliðinu. Hann lék ekki aftur leik fyrr en í janúar mánuði og lék fimmtán leiki það sem eftir leið leiktíðar, þar skoraði hann tvö af þremur mörkum sínum fyrir Liverpool.

Þegar síðasta leiktíð hófst, 2008-2009, þá var ljóst að Pennant var ekki í framtíðarplönum Rafael Benítez sem reyndi að selja hann um sumarið. Hann lék eingöngu þrjá leiki á fyrri helmingi tímabilsins og því kom ekki á óvart að hann hélt á brott í félagsskiptaglugganum sem opnaði í janúar þessa árs. Hann fór á láni til Portsmouth en síðasti leikur hans fyrir Liverpool var einmitt gegn Portsmouth.

Samningur hans rann út í byrjun sumars og var löngu vitað að samningur hans við Liverpool yrði ekki framlengdur en mörg lið hafa verið á eftir honum og þá ber helst að nefna Real Madrid, Everton, Fulham og AC Milan.

Í byrjun júlí mánaðar 2009 gerði hann hins vegar samning við spænska félagið Real Zaragoza og mun hann leika þar á næstu leiktíð.

Tölfræðin fyrir Jermaine Pennant

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2006/2007 34 - 1 1 - 0 2 - 0 14 - 0 1 - 0 52 - 1
2007/2008 18 - 2 2 - 0 0 - 0 5 - 0 0 - 0 25 - 2
2008/2009 3 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 4 - 0
Samtals 55 - 3 3 - 0 3 - 0 19 - 0 1 - 0 81 - 3

Fréttir, greinar og annað um Jermaine Pennant

Fréttir

Skoða önnur tímabil