Pennant fær eins árs samning
Sagan um Jermaine Pennant tók nýja stefnu því nú þykir líklegt að hann fái framlengingu á samningi sínum við félagið um eitt ár. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að hann fari á frjálsri sölu frá félaginu í sumar.
Í núgildandi samningi Pennant við félagið er klásúla þess efnis að spili hann 15 leiki eða fleiri á tímabilinu framlengist samningurinn sjálfkrafa um eitt ár. Það lítur alls ekki út fyrir að þessi klásúla muni verða virk því hann hefur aðeins spilað 4 leiki á þessu tímabili og hefur ekki komið við sögu hjá aðalliðinu síðan í heimaleiknum við Portsmouth þann 29. október.
Vegna stöðu liðsins í deildinni þykir það enn ólíklegra að hann fái mikið fleiri tækifæri, auk þess sem Rafa Benítez telfdi fram sterku liði í FA Bikarnum gegn Preston um síðustu helgi.
Þó svo að Pennant sé lítið í plönum Benítez þetta tímabilið vill félagið ekki missa hann á frjálsri sölu, en hann var keyptur fyrir 6.7 milljónir punda árið 2006, því mörg félög hafa sýnt honum áhuga.
AC Milan reyndu að gera samning við hann nýlega þar sem hann kæmi til liðs við félagið í sumar á frjálsri sölu, Real Madrid reyndu að kaupa hann á þrjár milljónir en samningar náðust ekki milli Pennants og Real varðandi kaup og kjör. Mörg úrvalsdeildarfélög hafa líka sýnt áhuga, þ.m.t. Blackburn, Wigan og Tottenham.
Áhugi þessara félaga hefur þó verið takmarkaður nú í janúarglugganum vegna þess að þau vita að Pennant er samningslaus í sumar. En nú ættu vonir um að það náist að selja Pennant að glæðast á ný.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!