| Sf. Gutt
Javier Mascherano varð í kvöld Evrópubikarmeistari með Barcelona. Þetta var annar titill hans á fyrsta keppnistímabili hans með Barca en liðið varð Spánarmeistari á dögunum.
Javier lék sem miðvörður í kvöld á Wembley þegar Barcelona sundurspilaði Manchester United og vann 3:1 sigur sem hefði vel getað verið stærri. Annar fyrrum leikmaður Liverpool kom ekkert við sögu. Sá var Michael Owen sem sat á varamannabekknum hjá Manchester United eins og oftast áður.
Javier Mascherano náði nú að verða Evrópumeistari en hann var í tapliði hjá Liverpool 2007 þegar liðið tapaði 2:1 fyrir AC Milan í Aþenu. Argentínumaðurinn lék einn leik með Liverpool á þessari leiktíð áður en hann fór til Barcelona.
Eftir leikinn veitti Javier Mascherano stuðningsmönnum Liverpool hlutdeild í sigrinum í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina! Hann sagði meðal annars þetta.
,,Það er mjög gleðilegt, fyrir alla knattspyrnumenn, að vinna Meistaradeildina. Það má bæta því við að stuðningsmenn Liverpool voru svolítið leiðir eftir að ég fór frá félaginu svo þessi sigur er líka fyrir þá."
Við óskum Javier til hamingju með titlana tvo.
Hér má sjá viðtal við Javier sem var tekið eftir leikinn.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
TIL BAKA
Javier Mascherano Evrópumeistari!

Javier lék sem miðvörður í kvöld á Wembley þegar Barcelona sundurspilaði Manchester United og vann 3:1 sigur sem hefði vel getað verið stærri. Annar fyrrum leikmaður Liverpool kom ekkert við sögu. Sá var Michael Owen sem sat á varamannabekknum hjá Manchester United eins og oftast áður.
Javier Mascherano náði nú að verða Evrópumeistari en hann var í tapliði hjá Liverpool 2007 þegar liðið tapaði 2:1 fyrir AC Milan í Aþenu. Argentínumaðurinn lék einn leik með Liverpool á þessari leiktíð áður en hann fór til Barcelona.
Eftir leikinn veitti Javier Mascherano stuðningsmönnum Liverpool hlutdeild í sigrinum í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina! Hann sagði meðal annars þetta.
,,Það er mjög gleðilegt, fyrir alla knattspyrnumenn, að vinna Meistaradeildina. Það má bæta því við að stuðningsmenn Liverpool voru svolítið leiðir eftir að ég fór frá félaginu svo þessi sigur er líka fyrir þá."
Við óskum Javier til hamingju með titlana tvo.
Hér má sjá viðtal við Javier sem var tekið eftir leikinn.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan