Javier Mascherano

Fæðingardagur:
08. júní 1984
Fæðingarstaður:
San Lorenzo
Fyrri félög:
River Plate, Corinthians (Brazil), West Ham
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
30. janúar 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Mascherano er án efa einn besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi. Hann hefur leikið fjölda landsleikja fyrir argentínska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur.

Ferill hans er ansi skrautlegur. Hann hóf feril sinni með River Plate 2003-2004 tímabilið og fór frá heimalandi sínu til Corinthians 2005-2006 tímabilið fyrir 7,5 milljónir punda. Hann vann titillinn í Brasilíu en um haustið 2006 eftir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi þar sem hann efldi oðspor sitt lá leið hans óvænt til West Ham. Hann var látinn dúsa utan vallar að mestu og Liverpool sá sér leik á borði og fékk kappann að láni.

Honum hefur tekist að komast í sitt besta form og hefur styrkt lið Liverpool til muna en vinnusemi hans, tæklingar og dugnaður hafa nýst Liverpool gífurlega vel.

Undanfarið hefur hann verið eftirsóttur af spænsku risunum í Barcelona en Rafael Benítez er ekki á þeim buxunum að selja einn sinn mikilvægasta leikmann og segir hann að fimmtíu milljónir punda væri ekki nóg til að freista hann til að selja hann.
Mascherano hefur leikið 90 leiki fyrir hönd Liverpool á tveimur og hálfum leiktíðum en í þeim leikjum hefur hann eingöngu skorað eitt mark, en ef litið er á þau mörk sem hann gefur hinum miðjumönnum og kantmönnum liðsins á að skora þá mætti að vissu leyti skrifa hluta af þeim á hann.

Tölfræðin fyrir Javier Mascherano

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2006/2007 7 - 0 0 - 0 0 - 0 4 - 0 0 - 0 11 - 0
2007/2008 25 - 1 2 - 0 1 - 0 13 - 0 0 - 0 41 - 1
2008/2009 27 - 0 3 - 0 0 - 0 8 - 0 0 - 0 38 - 0
2009/2010 34 - 0 0 - 0 1 - 0 13 - 1 0 - 0 48 - 1
Samtals 93 - 1 5 - 0 2 - 0 38 - 1 0 - 0 138 - 2

Fréttir, greinar og annað um Javier Mascherano

Fréttir

Skoða önnur tímabil