| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Fiorentina á eftir Aquilani
Alberto Aquilani stóð sig vel með Liverpool í Asíu á dögunum. Enn er þó ekkert lát á sögusögnum um hugsanleg vistaskipti Ítalans.
Liverpool Echo veltir framtíð Aquilani fyrir sér í dag, en blaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að Fiorentina hafi enn hug á því að tryggja sér þjónustu Ítalans á næstu leiktíð.
Gallinn við áhuga ítalska félagsins er þó sá að félagið hefur fyrst og fremst áhuga á að fá Aquilani á lánssamningi, með möguleika á kaupum. Ekki er talið að Liverpool sé viljugt til slíkrar samningagerðar, enda Aquilani fyrir löngu búinn að sanna sig í ítölsku deildinni og þar að auki þarf Liverpool nauðsynlega að losa sig við einhverja leikmenn fyrir fullt og allt.
Aquilani átti sem kunnugt er gott tímabil með Juventus í vetur og spilaði sig maðal annars inn í ítalska landsliðið á ný. Juventus var hinsvegar ekki reiðubúið til þess að greiða Liverpool uppsett verð fyrir kappann og því sneri hann aftur til Liverpool nú í sumar.
Hann kom sterkur inn í æfingaleikjunum tveimur í Asíu á dögunum. Svo sterkur raunar að John W. Henry kallaði hann týnda hlekkinn á Twitter síðu sinni. Hvort sem það var nú einungis til þess að freista þess að hækka verðmiðann á miðjumanninum, eða af einskærri aðdáun.
Ljóst er að baráttan um sæti á miðjunni hjá Liverpool hefur sjaldan verið harðari eftir að Charlie Adam, Stewart Downing og Jordan Henderson bættust í hópinn. Þá þykir mörgum sem enski boltinn henti Aquilani ekki jafn vel og sá ítalski og því sé hann varla ofarlega á blaði hjá Dalglish, þrátt fyrir að enginn efist um knattspyrnuhæfni þessa lipra en netta Ítala.
Talið er víst að Liverpool vilji helst af öllu losa sig við hann, en þó er alveg ljóst að félagið getur ekki sætt sig við hvaða upphæð sem er því ekki má líta fram hjá þeirri staðreynd að félagið reiddi af hendi rúmar 17 milljónir punda þegar Aquilani kom frá AS Roma 2009.
Liverpool Echo veltir framtíð Aquilani fyrir sér í dag, en blaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að Fiorentina hafi enn hug á því að tryggja sér þjónustu Ítalans á næstu leiktíð.
Gallinn við áhuga ítalska félagsins er þó sá að félagið hefur fyrst og fremst áhuga á að fá Aquilani á lánssamningi, með möguleika á kaupum. Ekki er talið að Liverpool sé viljugt til slíkrar samningagerðar, enda Aquilani fyrir löngu búinn að sanna sig í ítölsku deildinni og þar að auki þarf Liverpool nauðsynlega að losa sig við einhverja leikmenn fyrir fullt og allt.
Aquilani átti sem kunnugt er gott tímabil með Juventus í vetur og spilaði sig maðal annars inn í ítalska landsliðið á ný. Juventus var hinsvegar ekki reiðubúið til þess að greiða Liverpool uppsett verð fyrir kappann og því sneri hann aftur til Liverpool nú í sumar.
Hann kom sterkur inn í æfingaleikjunum tveimur í Asíu á dögunum. Svo sterkur raunar að John W. Henry kallaði hann týnda hlekkinn á Twitter síðu sinni. Hvort sem það var nú einungis til þess að freista þess að hækka verðmiðann á miðjumanninum, eða af einskærri aðdáun.
Ljóst er að baráttan um sæti á miðjunni hjá Liverpool hefur sjaldan verið harðari eftir að Charlie Adam, Stewart Downing og Jordan Henderson bættust í hópinn. Þá þykir mörgum sem enski boltinn henti Aquilani ekki jafn vel og sá ítalski og því sé hann varla ofarlega á blaði hjá Dalglish, þrátt fyrir að enginn efist um knattspyrnuhæfni þessa lipra en netta Ítala.
Talið er víst að Liverpool vilji helst af öllu losa sig við hann, en þó er alveg ljóst að félagið getur ekki sætt sig við hvaða upphæð sem er því ekki má líta fram hjá þeirri staðreynd að félagið reiddi af hendi rúmar 17 milljónir punda þegar Aquilani kom frá AS Roma 2009.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan