Alberto Aquilani

Fæðingardagur:
07. júlí 1984
Fæðingarstaður:
Róm, Ítalíu
Fyrri félög:
Roma, Triestina (lán)
Kaupverð:
£ 17000000
Byrjaði / keyptur:
07. ágúst 2009
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Þessi ítalski miðjumaður var keyptur til Liverpool aðeins einum degi eftir að Xabi Alonso gekk frá samningi við Real Madrid í ágúst mánuði árið 2009. Hann var keyptur frá ítalska stórveldinu Roma og er einn af dýrustu leikmönnum í sögu Liverpool.

Aquilani er uppalinn Rómverji og hefur verið í herbúðum Roma síðan árið 1999 þegar hann kom inn í unglingastarf félagsins. Hann hefur leikið 102 leiki fyrir Roma síðan árið 2002 en ferill hans hjá Roma einkenndist að miklu leyti að meiðslum en hann sýndi það og sannaði að þegar hann er heill er hann frábær leikmaður.

Hann var lánaður til ítalska liðsins Triestina tímabilið 2003-2004, þar lék hann 41 leik og skoraði 4 mörk. Hann hefur leikið ellefu landsleiki fyrir A-landslið Ítala en það var núverandi þjálfari Englendinga, Fabio Capello sem valdi hann í landsliðshópinn í fyrsta skiptið, en hann gaf honum einnig hans fyrsta tækifæri í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann hefur einnig borið fyrirliðabandið með unglingalandsliðum Ítala.

Hann hefur mikla reynslu þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall, hann hefur leikið í Meistaradeild Evrópu, ítölsku úrvalsdeildinni sem og með landsliðinu.

Það verður spennandi að sjá hvernig þessum sóknarsinnaða miðjumanni gengur að fóta sig hjá Liverpool en þó hann hafi verið fenginn sem eftirmaður Xabi Alonso þá segist hann þó alls ekki vera fenginn sem staðgengill hans því hann er töluvert öðruvísi leikmaður en sá spænski.

Tölfræðin fyrir Alberto Aquilani

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2009/2010 18 - 1 2 - 0 1 - 0 5 - 1 0 - 0 26 - 2
Samtals 18 - 1 2 - 0 1 - 0 5 - 1 0 - 0 26 - 2

Fréttir, greinar og annað um Alberto Aquilani

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil