Rafael ánægður með framgöngu Robbie
Það snerist flest um endurkomu Robbie Fowler í Liverpool í gær og í gærkvöldi. Líklega hefur leikmaður aldrei fengið aðrar eins móttökur fyrr á Anfield. Það var í raun ótrúlegt að sjá þegar Robbie kom til leiks á 63. mínútu. Fögnuðurinn sem fylgdi því að hann kom inn á völlinn sló næstum því út hávaðann sem fylgdi markinu sem Steven Gerrard skoraði mínútu áður. Endurkoma Robbie var svo næstum fullkomnuð þegar hann skoraði frábært mark með hjólhestaspyrnu á lokaandartökum leiksins. Markið hefði tryggt Liverpool sigur en Robbie var því miður rangstæður. Meira að segja Guð gat ekki breytt þeim úrskurði.
En hvernig stóð Robbie svo sig? Hann var lengi að komast inn í leikinn og það er greinilegt að hann þarf nokkurn tíma til að koma sér í betri æfingu. Samt virtust gömlu taktarnir hans vera þarna til staðar. Líklega þarf bara að skerpa á þeim. Líklega verður ekki langt í að hann náði að bæta við mörkin 171 sem hann skoraði fyrir brotthvarf sitt fyrir rúmum fjórum árum.
Rafael Benítez var að minnsta kosti ánægður með framgöngu Robbie. ,,Maður sér að hann þarf að vera sneggri. Hann er að vinna að því að bæta sig en nú þegar gefur hann okkur aukna valkosti nærri vítateignum. Við þurftum að gera betur í því að láta hann hafa meira að moða úr. Robbie tekur rétt hlaup og við þurfum að koma boltanum til hans á rétta staði og notfæra okkur þau svæði sem hann opnar fyrir aðra leikmenn. Það hefði verið fullkominn endir ef hann hefði skorað undir lokin."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!