Neil kominn heim
Neil Mellor er kominn heim til Liverpool eftir að hafa átt við meiðsli að stríða hjá Wigan Athletic. Hann fór þangað sem lánsmaður í janúar og byrjaði frábærlega með því að skora í sínum fyrsta leik þegar Wigan vann Middlesborough 3:2 á Árbakkavelli. Hann lék svo nokkra leiki áður en meiðsli í hné fóru að láta á sér kræla. Neil hefur ekkert spilað síðustu vikurnar og er nú kominn heim til Liverpool til meðferðar hjá læknaliði Evrópumeistaranna.
Lánsdvölin hjá Wigan gæti því orðið heldur endaslepp. Neil vonar þó það besta og stefnir á að ná síðustu vikum leiktíðarinnar hjá Wigan. Það á ekki af Neil að ganga því hann fór í aðgerð á báðum hnjám í janúar á síðasta ári og kom ekki til leiks aftur fyrr en seint á árinu.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!