Langþráð mark hjá Hollendingnum
Dirk Kuyt náði loksins að skora gegn Reading í fyrradag. Markið var mikilvægt því það tryggði Liverpool 2:1 sigur á Reading. En markið var ekki vara mikilvægt fyrir því Liverpool. Það var nokkuð langþráð fyrir Dirk því hann hafði ekki skorað frá því í janúar þegar hann skoraði í 2:1 sigri Liverpool gegn West Ham United.
Hollendingurinn er búinn að skora ellefu mörk á leiktíðinni og það verður að segjast að stuðningsmenn Liverpool voru búnir að vonast til að Dirk væri búinn að skora meira þegar hingað var komið við sögu á leiktíðinni. Hann skoraði gríðarlega mikið í hollensku deildinni en mörkin hafa látið á sér standa á Englandi. Dirk er gríðarlega duglegur leikmaður og fáir hlaupa meira í leikjum. Hann er líka mjög góður í spili og skilar boltanum vel frá sér. Það verður þó að segjast að hann mætti eyða meiri tíma inn í vítateig andstæðinganna. Aðrir leikmenn eiga að leggja meira af mörkum utan teigs en hann. Sóknarmenn eiga að dvelja sem mest inn í vítateigum.
Vissulega er ekki sem verst að hafa skorað ellefu mörk en það verður að segjast eins og er að markið var sett hærra fyrir Dirk. Hann er nú vonandi búinn að brjóta ísinn. Það yrði vel þegið ef hann næði að bæta við nokkrum mörkum áður en þessi leiktíð er úti.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!