Dirk Kuyt

Fæðingardagur:
22. júlí 1980
Fæðingarstaður:
Katwijk, Hollandi
Fyrri félög:
FC Utrecht, Feyenoord
Kaupverð:
£ 9000000
Byrjaði / keyptur:
18. ágúst 2006
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Dirk Kuyt hóf ferillinn hjá FC Utrecht á 1998/99 tímabilinu og sló loks í gegn á 2002/2003 tímabilinu þegar hann skoraði 20 mörk í 34 deildarleikjum í fyrstu deild. Feyenoord keypti hann á 700.000 pund sumarið 2003 og hann skoraði reglulega fyrir þá á ferlinum, 83 mörk í 122 leikjum. Hann var markakóngur í hollensku deildinni 2004/2005 tímabilið með 29 mörk og var fyrirliði Feyenoord 2005/2006 tímabilið.

Rafael Benítez vildi ólmur fá Kuyt til liðsins en vegna skorts á fjármagni þurfti hann að bíða örlítið eftir því að geta fengið ósk sína uppfyllta. Hann var loks keyptur fyrir tímabilið 2006-2007 og byrjaði ferill hans hjá Liverpool vel en hann skoraði fjórtán mörk í 47 leikjum.

Kuyt virtist hafa gleymt skotskónum sínum fyrir tímabilið 2007-2008 en þá skoraði hann þrjú deildarmörk í 32 leikjum, en endaði samt með ellefu mörk í 48 leikjum í heildina, þar af skoraði hann sjö mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni.

Hann byrjaði hins vegar aftur að skora á síðustu leiktíð sem var hans allra besta hjá Liverpool til þessa, hann hafði færst úr því að vera framherji og á hægri kantinn þar sem hann virðist vera að blómstra. hann skoraði tólf mikilvæg deildarmörk og fimmtán mörk allt í allt á tímabilinu í fimmtíu leikjum.

Vinnusemi hans, barátta, þrautseigja og kjarkurinn til að stíga upp þegar á reynir hefur skilað honum miklu hjá Liverpool og er hann einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins þessa stundina. Á síðustu leiktíð var hann sjötti markahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar, markahæsti kantmaðurinn af öllum í þeirri deild, hann var einnig í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar en það kom engin þeirra eftir hornspyrnu eða aukaspyrnu eins og telur svo oft hjá kantmönnum.

Tölfræðin fyrir Dirk Kuyt

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2006/2007 33 - 12 1 - 1 2 - 0 11 - 1 0 - 0 47 - 14
2007/2008 32 - 3 4 - 1 0 - 0 12 - 7 0 - 0 48 - 11
2008/2009 37 - 12 2 - 0 0 - 0 11 - 3 0 - 0 50 - 15
2009/2010 37 - 9 2 - 0 1 - 0 13 - 2 0 - 0 53 - 11
2010/2011 33 - 13 1 - 0 0 - 0 7 - 2 0 - 0 41 - 15
2011/2012 33 - 2 5 - 1 4 - 1 0 - 0 0 - 0 42 - 4
Samtals 205 - 51 15 - 3 7 - 1 54 - 15 0 - 0 281 - 70

Fréttir, greinar og annað um Dirk Kuyt

Fréttir

Skoða önnur tímabil