Dirk Kuyt
- Fæðingardagur:
- 22. júlí 1980
- Fæðingarstaður:
- Katwijk, Hollandi
- Fyrri félög:
- FC Utrecht, Feyenoord
- Kaupverð:
- £ 9000000
- Byrjaði / keyptur:
- 18. ágúst 2006
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Dirk Kuyt hóf ferillinn hjá FC Utrecht á 1998/99 tímabilinu og sló loks í gegn á 2002/2003 tímabilinu þegar hann skoraði 20 mörk í 34 deildarleikjum í fyrstu deild. Feyenoord keypti hann á 700.000 pund sumarið 2003 og hann skoraði reglulega fyrir þá á ferlinum, 83 mörk í 122 leikjum. Hann var markakóngur í hollensku deildinni 2004/2005 tímabilið með 29 mörk og var fyrirliði Feyenoord 2005/2006 tímabilið.
Rafael Benítez vildi ólmur fá Kuyt til liðsins en vegna skorts á fjármagni þurfti hann að bíða örlítið eftir því að geta fengið ósk sína uppfyllta. Hann var loks keyptur fyrir tímabilið 2006-2007 og byrjaði ferill hans hjá Liverpool vel en hann skoraði fjórtán mörk í 47 leikjum.
Kuyt virtist hafa gleymt skotskónum sínum fyrir tímabilið 2007-2008 en þá skoraði hann þrjú deildarmörk í 32 leikjum, en endaði samt með ellefu mörk í 48 leikjum í heildina, þar af skoraði hann sjö mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni.
Hann byrjaði hins vegar aftur að skora á síðustu leiktíð sem var hans allra besta hjá Liverpool til þessa, hann hafði færst úr því að vera framherji og á hægri kantinn þar sem hann virðist vera að blómstra. hann skoraði tólf mikilvæg deildarmörk og fimmtán mörk allt í allt á tímabilinu í fimmtíu leikjum.
Vinnusemi hans, barátta, þrautseigja og kjarkurinn til að stíga upp þegar á reynir hefur skilað honum miklu hjá Liverpool og er hann einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins þessa stundina. Á síðustu leiktíð var hann sjötti markahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar, markahæsti kantmaðurinn af öllum í þeirri deild, hann var einnig í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar en það kom engin þeirra eftir hornspyrnu eða aukaspyrnu eins og telur svo oft hjá kantmönnum.
Tölfræðin fyrir Dirk Kuyt
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2006/2007 | 33 - 12 | 1 - 1 | 2 - 0 | 11 - 1 | 0 - 0 | 47 - 14 |
2007/2008 | 32 - 3 | 4 - 1 | 0 - 0 | 12 - 7 | 0 - 0 | 48 - 11 |
2008/2009 | 37 - 12 | 2 - 0 | 0 - 0 | 11 - 3 | 0 - 0 | 50 - 15 |
2009/2010 | 37 - 9 | 2 - 0 | 1 - 0 | 13 - 2 | 0 - 0 | 53 - 11 |
2010/2011 | 33 - 13 | 1 - 0 | 0 - 0 | 7 - 2 | 0 - 0 | 41 - 15 |
2011/2012 | 33 - 2 | 5 - 1 | 4 - 1 | 0 - 0 | 0 - 0 | 42 - 4 |
Samtals | 205 - 51 | 15 - 3 | 7 - 1 | 54 - 15 | 0 - 0 | 281 - 70 |
Fréttir, greinar og annað um Dirk Kuyt
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Vel gert hjá Dirk Kuyt! -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Heimir Eyvindarson
Árshátíð Liverpoolklúbbsins laugardaginn 27. maí -
| HI
Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dirk Kuyt orðinn framkvæmdastjóri -
| Sf. Gutt
Dirk Kuyt hættir með landsliðinu -
| Grétar Magnússon
Dirk Kuyt fékk ógrynni skilaboða -
| Sf. Gutt
Liverpool verður alltaf í hjarta mínu! -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt kveður -
| Sf. Gutt
Er Dirk á förum? -
| Sf. Gutt
Dirk ætlar að setja mark sitt! -
| Grétar Magnússon
Trúin færði okkur bikarinn -
| Grétar Magnússon
50 deildarmörk hjá Dirk Kuyt -
| Heimir Eyvindarson
Nú verðum við að hirða dolluna -
| Sf. Gutt
Dirk vill verðlaun -
| Heimir Eyvindarson
Verður Rush frammi í dag? -
| Heimir Eyvindarson
Við gefumst ekki upp. -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt klikkar ekki á víti -
| Grétar Magnússon
Comolli ánægður með nýjan samning Kuyt -
| Heimir Eyvindarson
Dirk endurnýjar og Kenny fagnar
Skoða önnur tímabil