Vil vinna fyrir pabba
Dirk Kuyt segist vilja verða Evrópumeistari fyrir föður sinn sem berst hetjulega við krabbamein. Barátta föður Kuyt mun veita honum innblástur í Aþenu.
Dirk eldri mun ekki geta ferðast til Aþenu til að horfa á son sinn spila vegna veikinda sinna. Dirk yngri segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vinna Evrópubikarinn fyrir föður sinn.
,,Það var mjög sérstakt að komast í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og ég er mjög glaður yfir því hvað faðir minn er stoltur," sagði Kuyt.
,,Það er erfitt að lifa venjulegu lífi þegar faðir manns er með krabbamein og þó svo að ég sé viss um að margir knattspyrnumenn hafi gengið í gegnum það sama, þá er það erfitt fyrir mig þar sem ég er í Englandi og hann í Hollandi. Vegalengdin milli landanna er kannski ekki svo mikil, en hún virðist lengri þegar einhver nákominn manni er alvarlega veikur. Þegar ég var í Hollandi þá hitti ég hann daglega og gat séð um hann. Það er ekki mögulegt lengur eins og gefur að skilja."
,,Hann hefur þó komist til Liverpool til að horfa á nokkra leiki, og hann er alltaf yfir heila helgi þegar hann kemur. Það er gott fyrir okkur báða og mjög þýðingarmikið fyrir mig. Nú hefur hann séð mig afreka eitt það stærsta sem hægt er að afreka sem knattspyrnumaður. Það hryggir mig að segja ykkur frá því að hann er ekki nógu hress til að ferðast til Aþenu. Vandamálið er það að maður þarf að labba mjög mikið í borginni og það yrði honum ofviða."
,,Hann mun horfa á leikinn í sjónvarpi í staðinn heima hjá mér í Liverpool og ég vil koma með bikarinn heim fyrir hann svo hann geti fagnað með okkur öllum."
Kuyt notaði einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Liverpool mikið fyrir að hjálpa sér að aðlagast lífinu á Anfield eftir að hann hafði tekið erfiða ákvörðun um að flytjast frá Hollandi, og þar með föður sínum.
,,Það var ein erfiðasta ákvörðun lífs míns að skrifa undir hjá Liverpool. Ég elska þetta félag, en þetta þýddi að ég þurfti að fara frá pabba og hann var bara nokkrum dögum frá því að fara í stóra skurðaðgerð. Það var mjög erfitt. Stuðningsmennirnir hafa verið mér frábærir og það er ástæðan fyrir því að ég hef aðlagast fljótt hér. Alveg frá minni fyrstu mínútu í mínum fyrsta leik hafa þeir verið ótrúlegir. Þegar ég labbaði inná völlinn í fyrsta skipti þá leið mér eins og ég hefði verið að spila fyrir þetta félag í marga mánuði."
,,Ég get ekki lýst því með orðum hversu mikið ég þarfnaðist þessa stuðnings eftir að hafa farið frá pabba í Hollandi.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!