Christian Ziege
- Fæðingardagur:
- 01. febrúar 1972
- Fæðingarstaður:
- Berlín
- Fyrri félög:
- Bayern, AC Milan, Middlesbro
- Kaupverð:
- £ 5500000
- Byrjaði / keyptur:
- 25. ágúst 2000
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Ziege gekk til liðs við Bayern árið 1990 og lék fyrsta hálfa árið með áhugamannaliði Bayern. Hann varð fljótt fastamaður í aðalliðinu og naut talsverðrar velgengni. Hann varð þýskur meistari 1994 og 1997 og í sigurliði Bayern sem vann Evrópukeppni félagsliða 1996. Sigurgöngu hans í Evrópu það ár var ekki lokið því að um sumarið varð hann Evrópumeistari með Þýskalandi. Ziege er fastamaður í landsliðinu og mun örugglega vera með í Heimsmeistarakeppninni að tveimur árum liðnum nema meiðsli komi í veg fyrir þátttöku hans eins og gerðist 1994 þegar alvarleg hnémeiðsli urðu til þess að hann sat heima. Sumarið 1997 gekk hann til liðs við AC Milan en endalaus meiðsli og vilji Zaccheroni að láta hann leika sem hægri útherja var ekki spennandi fyrir hann og hann ákvað því þvert á vilja þjálfarans að söðla um og Boro tók fagnandi á móti honum.
Sjálfstraust Ziege hafði beðið hnekki eftir erfiðan tíma hjá Milan en endurhæfing hans hófst á fullu hjá Boro og hann var brátt farinn að leika eins og hann á að sér: "Enski boltinn hæfir mér betur því að hér er lögð minni áhersla á taktík miðað við Ítalíu og mér er leyft að taka meiri áhættu í leik mínum." Hann var valinn leikmaður ársins hjá Boro á síðasta tímabili er hann skoraði alls 6 mörk í 29 leikjum fyrir félagið. Ziege mun reynast Liverpool mikill fengur enda er hann mjög skeinuhættur í föstum leikatriðum og sendingarnar hans eru annálaðar.
Ziege sýndi ekki sínar bestu hliðar hjá Liverpool frekar en hjá Tottenham sem keypti hann eftir að fulljóst var að framtíð hans hjá Liverpool var ekki björt.
Tölfræðin fyrir Christian Ziege
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2000/2001 | 16 - 1 | 3 - 0 | 4 - 1 | 9 - 0 | 0 - 0 | 32 - 2 |
Samtals | 16 - 1 | 3 - 0 | 4 - 1 | 9 - 0 | 0 - 0 | 32 - 2 |