Milan Baros

Fæðingardagur:
28. október 1981
Fæðingarstaður:
Tékklandi
Fyrri félög:
Banik Ostrava
Kaupverð:
£ 3200000
Byrjaði / keyptur:
21. desember 2001
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Patrik Berger spáir samlanda sínum, Milan Baros, glæstri framtíð í enska boltanum: "Milan er enn ungur að árum en enski boltinn hentar leikstíl hans afskaplega vel. Hann er öflugur í loftinu, líkamlega sterkur og leikinn. Hann er afar frábrugðinn Michael Owen og Robbie Fowler. Ég veit að hans bíður glæst framtíð og kemur mér ekki á óvart að Liverpool keypti hann. Ég talaði við stjórann er ég heyrði af áhuga Liverpool á honum og þá kom í ljós að Houllier hafði fylgst með honum síðan Baros var 17 ára og hann vissi miklu meira um hann heldur en ég."

Baros skoraði í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið í vináttuleik gegn Belgum, 25. apríl 2001, sem lauk með 1-1 jafntefli og annað mark fylgdi í kjölfarið í næsta leik gegn N-Írum. Sá leikur var í undankeppni HM og Baros var búinn að stimpla sig rækilega inn í A-landsliðið. Josef Chovanec þjálfari var ánægður með pilt: "Milan hjálpaði okkur að snúa leiknum okkur í vil. Hraði hans, tækni og kraftur gerði útaf við N-Íranna og hann uppskar með marki." Baros byrjaði landsliðsferillinn af krafti og hefur skorað grimmt fyrir Tékkland og varð markakóngur EM 2004 þegar Tékkland komst í undanúrslit. Því miður nutu aðdáendur Liverpool snilli Baros bara af og til og hann var seldur til Aston Villa eftir aðeins eitt tímabil undir stjórn Rafael Benítez.

Tölfræðin fyrir Milan Baros

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2001/2002 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 1 - 0
2002/2003 27 - 9 1 - 0 4 - 2 9 - 1 1 - 0 42 - 12
2003/2004 13 - 1 1 - 0 0 - 0 4 - 1 0 - 0 18 - 2
2004/2005 26 - 9 1 - 0 4 - 2 14 - 2 0 - 0 45 - 13
2005/2006 2 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
Samtals 68 - 19 3 - 0 8 - 4 28 - 4 1 - 0 108 - 27

Fréttir, greinar og annað um Milan Baros

Skoða önnur tímabil