Rafael talar hlýlega til Milan Baros
Evrópumeistarinn Milan Baros sneri aftur á sinn gamla heimavöll í gær þar sem hann fékk hlýjar viðtökur hjá stuðningsmönnum Liverpool. Það kom svo sem ekki á óvart því Milan var mjög vinsæll meðal þeirra. The Kop kyrjaði nafn Milan í upphafi leiksins þegar hann sótti að marki Liverpool. Milan gaf sér tíma og klappaði fyrir stuðningsmönnum Liverpool þegar hann heyrði söng þeirra. Reyndar kom Milan lítt við sögu í leiknum. Fyrrum félagar hans höfðu öll ráð hans í hendi sér og Tékkanum var skipt af leikvelli í leikhléi. En það voru ekki bara stuðningsmenn Liverpool sem tóku vel á móti Milan. Rafael Benítez talaði líka hlýlega til Tékkans fyrir leikinn.
,,Hann er góður leikmaður. Hann er mjög góður sóknarmaður og hann skilaði góðu verki fyrir okkur. Við fengum nokkur góð tilboð í hann í byrjun leiktíðarinnar. Við þurftum svolítið af peningum til að kaupa öðruvísi sóknarmann og þess vegna seldum við hann. Ég óska honum alls hins besta en þó ekki í þessum leik."
Aston Villa hefur gengið flest í mót á leiktíðinni og liðið olli stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum. Milan hefur, þegar Aston Villa á einn leik óleikinn á leiktíðinni, skorað tólf mörk og er markahæsti meður liðsins. Það er einu marki minna en hann skoraði fyrir Liverpool á síðustu leiktíð en hann var þá markahæstur ásamt þeim Steven Gerrard og Sans Luis Garcia.
Milan lék tvo leiki með Liverpool á þessari leiktíð áður en hann gekk til liðs við Aston Villa. Milan skoraði alls 27 mörk í 108 leikjum með Liverpool. Hann vann tvo titla á ferli sínum með Liverpool. Hann varð Evrópumeistari á síðustu síðustu leiktíð og svo varð hann Deildarbikarmeistari árið 2003. Milan verður örugglega í liði Tékka á Heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi í sumar. Hann hefur skorað 26 landsliðsmörk í aðeins 46 leikjum. Hann á einstakan sess í sögu Liverpool því hann varð fyrsti leikmaður liðsins til að verða markakóngur á stórmóti. Milan vann Gullskóinn á Evrópumóti landsliða í Portugal fyrir tveimur árum þegar hann skoraði fimm mörk.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!