Bill Shankly

Liverpool lék 609 leiki undir stjórn Shankly: sigrar: 319 - jafntefli: 152 - töp: 138. Shankly var aðeins einu sinni valinn framkvæmdastjóri ársins og er það með hreinum ólíkindum svo ekki sé meira sagt. Hann fékk loks heiðursviðurkenningu frá enska knattspyrnusambandinu seint og síðar meir og er hann tók við viðurkenningunni sposkur á svip, sagði hann: "Jesús Kristur! Það hefur gerst. Það tók langan tíma en sá tími er kominn", salurinn sprakk úr hlátri. Shankly var svo heiðraður af Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) veturinn 1999 og er einungis þriðji framkvæmdastjórinn sem hlýtur þennan heiður (Sir Matt Busby og Rinus Michels eru hinir tveir). Formaður FIFA sagði við það tilefni að ástæða þess að Shankly væri tekinn inn í þetta heiðurssamfélag væri sú að Shankly félli undir þá skilgreiningu sem FIFA setur "að viðkomandi hafi náð frábærum árangri í starfi sínu og hafði jafnframt jákvæð áhrif á knattspyrnu í heild sinni".

1959-60: 3. sæti (2. deild)
1960-61: 3. sæti
1961-62: 1. sæti
1962-63: 8. sæti (1. deild) - undanúrslit í FA.
1963-64: Meistarar
1964-65: 7. sæti - FA bikarmeistarar - undanúrslit í Evrópukeppni Meistaraliða
1965-66: Meistarar
1966-67: 5. sæti - úrslit í Evrópukeppni bikarhafa
1967-68: 3. sæti
1968-69: 2. sæti
1969-70: 5. sæti
1970-71: 5. sæti - úrslit í FA bikarnum - undanúrslit í Evrópukeppni Félagsliða.
1971-72: 3. sæti
1972-73: Meistarar - UEFA Cup
1973-74: 2. sæti - FA bikarmeistarar