Sander Westerveld
- Fæðingardagur:
- 23. október 1974
- Fæðingarstaður:
- Enschede
- Fyrri félög:
- Twente Enschede, Vitesse Arnhem
- Kaupverð:
- £ 4000000
- Byrjaði / keyptur:
- 15. júní 1999
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Sander vakti snemma athygli fyrir færni sína á milli stanganna og hefur frá unglingsaldri verið talinn framtíðarmarkvörður hollenska landsliðsins. Hann þarf hins vegar að sætta sig enn um sinn að vera varaskeifa hins bráðsnjalla Edwin Van Der Sar. Westerveld varð dýrasti markvörður Bretlandseyja er hann var seldur til Liverpool fyrir 4 milljónir punda. Sander er frábær á milli stanganna og einn á móti einum en er ekki ennþá búinn að ná fullum tökum á fyrirgjöfunum en það stendur til bóta. Hann þykir einn skotfastasti markvörður í Evrópu og hefur sett sér það markmið að skora fyrir Liverpool beint úr markspyrnu!
Westerveld brá heldur í brún er tveir markmenn voru keyptir sama daginn og hann var orðinn 3. valkostur. Hann hefur síðan skapað sér mjög gott nafn á Spáni með Real Sociedad.
Tölfræðin fyrir Sander Westerveld
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
1999/2000 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
1999/2000 | 36 - 0 | 2 - 0 | 1 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 39 - 0 |
2000/2001 | 38 - 0 | 6 - 0 | 4 - 0 | 13 - 0 | 0 - 0 | 61 - 0 |
2001/2002 | 1 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 2 - 0 | 3 - 0 |
Samtals | 75 - 0 | 8 - 0 | 5 - 0 | 13 - 0 | 2 - 0 | 103 - 0 |
Fréttir, greinar og annað um Sander Westerveld
Skoða önnur tímabil