Sander Westerveld snýr aftur til Liverpool borgar
Hollenski markvörðurinn Sander Westerveld hefur nú snúið aftur til Liverpool borgar til að bjarga málunum. Everton hefur fengið Sander að láni frá Portsmouth þar sem þrír af markvörðum liðsins eru forfallaðir. Þeir Nigel Martyn og Richard Wright eru meiddir. Til að bæta gráu ofan á svart er þriðji markvörðurinn Iain Turner í þriggja leikja banni eftir að hafa verið rekinn út af í öðrum leik sínum með liðinu. Það er lokað fyrir félagskipti núna en það má gera undantekningu þegar markverðir eiga í hlut.
Sander kom til Portsmouth í sumar frá Spáni þar sem hann lék með Real Sociedad og Mallorca. Hann var lánsmaður hjá Mallorca. Hollendingurinn byrjaði sem fyrsti markvörður Pompey þegar leiktíðin hófst en missti stöðu sína fljótlega eftir að hafa gert nokkur áberandi mistök. Hann lék aðeins sjö leiki með Portsmouth. Hann lék hvorki gegn Liverpool í deildinni eða F.A. bikarnum en hugsanlegt er að hann leiki gegn sínu gamla félagi þegar Everton kemur í heimsókn á Anfield í næsta mánuði.
Sander Westerveld kom til Liverpool sumarið 1999 og lék 103 leiki með Liverpool áður en hann var settur út úr liðinu í lok ágúst 2001. Þá voru þeir Jerzy Dudek og Chris Kirkland keyptir og Sander lék aldrei aftur með Liverpool. Sander yfirgaf Liverpool með fimm verðlaunapeninga en hann stóð í marki Liverpool þegar liðið vann Fimmuna, Deildarbikarinn, F.A. bikarinn, Evrópukeppni félagsliða, Góðgerðarskjöldinn og Stórbikar Evrópu árið 2001. Hann tryggði Liverpool Deildarbikarsigurinn gegn Birmingham þegar hann varði vítaspyrnu frá Andy Johnson. Sander varði líka mjög vel í úrslitaleik F.A. bikarsins gegn Arsenal og hélt Liverpool á floti þar til Michael Owen skoraði tvö síðbúin mörk til að tryggja sigur í leiknum. Hann var svo valinn Maður leiksins þegar Liverpool vann Góðgerðarskjöldinn með 2:1 sigri gegn Manchester United. Sander var vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool sem margir sáu eftir honum. Það er spurning hvernig stuðningsmönnum Everton líkar að fá hann til liðsins! Sander verður, ef ég veit rétt, fyrstur markvarða til að leika bæði með Liverpool og Everton.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!