Jari Litmanen

Fæðingardagur:
20. febrúar 1971
Fæðingarstaður:
Lahti
Fyrri félög:
Reipas Lahti, HJK Helsinki, MyPa 47, Ajax, Barcelona
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
04. janúar 2001
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða


Nafn Jari Litmanen er víðfrægt um alla Evrópu. Hann lék fimm ár í Finnlandi áður en hann skrifaði undir samning við Ajax árið 1992 fyrir 200.000 pund. Hann var mikilvægur hluti af liði Ajax sem varð Evrópumeistari 1995 og lék til úrslita við Juventus árið eftir en tapaði í vítaspyrnukeppni. Litmanen skoraði mark Ajax í venjulegum leiktíma. Litmanen svaraði kalli Louis Van Gaal fyrrum stjóra Ajax sumarið 1999 er hann til Barcelona á frjálsri sölu. Litmanen meiddist fljótlega eftir komu sína til Barca en þegar van Gaal var rekinn seig á ógæfuhliðina. Llorenc Serra Ferrer tók við og setti hann strax á sölulista sl. sumar. Litmanen kvartaði sáran yfir meðferðinni á sér: "Það er ekkert pláss fyrir mig hjá Barcelona. Það eru 24 leikmenn í hópnum sem ég get leikið vel með en það vill svo illa til að það er einn leikmaður sem heitir Rivaldo sem leikur í sömu stöðu og ég rétt fyrir aftan framherjana og mér hefur aldrei verið gefið verðugt tækifæri. Jafnvel þó að ég væri næstbesti leikmaður í heimi myndi ég samt ekki fá tækifæri." Þess má geta að Jari Litmanen var valinn þriðji besti leikmaður heims árið 1995.

Houllier er að sjálfsögðu hæstánægður með þessi kjarakaup: "Við höfum nælt okkur í leikmann í heimsklassa. Hann er eitt stærsta nafnið sem ég hef keypt í stjórnartíð minni. Jari getur leikið í ýmsum sóknarstöðum og er með frábrugðinn leikstíl miðað við þá framherja sem eru fyrir hjá klúbbnum."

Litmanen hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Liverpool og kvörtuðu fyrrum samherjar hans hjá Ajax yfir því að þeim fannst eins og leikmenn Liverpool væru heimilisvinir hjá þeim vegna þess að Jari gjammaði daginn út og inn um Liverpool þetta og Liverpool hitt. Þegar Litmanen lék sinn lokaleik fyrir Ajax bað hann um eitt óskalag. Hann fékk óskina uppfyllta og er hann kvaddi áhorfendur Ajax og gekk af velli í hinsta sinn ómaði í hátalarakerfi vallarins: "You´ll Never walk Alone".

Houllier gaf Litmanen ekki verðugt tækifæri hjá Liverpool til að sanna sig og hann fór aftur til Ajax þar sem hann ílentist aðeins eitt tímabil áður en hann fór heim til Finnlands, þar sem hann leikur með gömlu félögum sínum í Lahti.

Tölfræðin fyrir Jari Litmanen

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2000/2001 5 - 1 2 - 1 2 - 0 2 - 0 0 - 0 11 - 2
2001/2002 21 - 4 1 - 0 1 - 0 9 - 3 0 - 0 32 - 7
Samtals 26 - 5 3 - 1 3 - 0 11 - 3 0 - 0 43 - 9

Fréttir, greinar og annað um Jari Litmanen

Fréttir

Skoða önnur tímabil