Jari Litmanen nær merkum áfanga
Jari Litmanen náði á dögunum merkum áfanga. Hann lék þá sinn eitthundraðasta leik með finnska landsliðinu. Hann mun annar Finninn til að ná þeim leikjafjölda. Jari, sem er löngu orðinn lifandi goðsögn í heimalandi sínu, lék sinn fyrsta landsleik gegn Trinidad í október 1989. Í þessum eitthundrað landsleikjum hefur Jari skorað 25 mörk. Það fer ekkert á milli mála að Jari er dáðasti og besti knattspyrnumaður sem Finnland hefur alið af sér. Af knattspyrnumönnum kemst enginn nálægt honum í vinsældum í Finnlandi nema Sami Hyypia. Það segir sína sögu að Jari hefur verið settur á frímerki í Finnlandi og það eru ekki margir íþróttamenn þaar í landi sem hafa hlotið þann heiður.
Aðeins tveir aðrir leikmenn Liverpool hafa náð þessum áfanga sem Jari náði um daginn. Þeir Kenny Dalglish og Steve Staunton hafa leikið 102 landsleiki fyrir sínar þjóðir og eru þeir nú leikjahæstir landsliðsmanna í sögu Liverpool. Líklegt er að Jari nái enn lengra en hinir tveir því hann er enn ekki búinn að leggja skóna á hilluna. Hann er nú sem stendur á mála hjá Malmö í Svíþjóð. Jari lék 43 leiki á ferli sínum með Liverpool og skoraði níu mörk.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!