Vladimir Smicer
- Fæðingardagur:
- 24. maí 1973
- Fæðingarstaður:
- Vernerice, Tékkóslóvakíu
- Fyrri félög:
- Slavia Prag, Lens
- Kaupverð:
- £ 3750000
- Byrjaði / keyptur:
- 24. maí 1999
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Vladi hélt upp á 26. afmælisdag sinn með því að skrifa undir samning við Liverpool: "Ég valdi Liverpool vegna þess að það er eitt stærsta félag í heimi. Einnig er framkvæmdastjórinn franskur og vissi örugglega allt um mig. Það réði líka miklu að einn besti vinur minn, Patrik Berger, var hjá félaginu."
"Ég vorkenni Vladimir vegna þess að aðdáendur Liverpool hafa ekki enn séð hans bestu hliðar. Ég hef þekkt hann í fjöldamörg ár og veit frá fyrstu hendi að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem getur skapað og skorað mörk. Hann gerir oft óvænta hluti á vellinum og getur skapað mark upp úr engu. Það verður gaman að sjá til hans þegar hann er laus við öll meiðsli og getur fest sig í sessi í liðinu." - Patrik Berger.
Því miður var þetta ferill Smicer hjá Liverpool í hnotskurn. Það er hægt að finna ljúfari pilt og kannski var hann ekki nógu harður af sér til að þrauka í ensku úrvalsdeildinni. Hann endaði ferillinn hjá Liverpool á þó besta mögulegan hátt þegar hann skoraði tvívegis gegn Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og átti stóran þátt í að tryggja Liverpool Evrópubikarinn í fimmta sinn.
Tölfræðin fyrir Vladimir Smicer
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
1999/2000 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
1999/2000 | 21 - 1 | 2 - 0 | 2 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 25 - 1 |
2000/2001 | 27 - 2 | 5 - 1 | 6 - 4 | 11 - 0 | 0 - 0 | 49 - 7 |
2001/2002 | 22 - 4 | 1 - 0 | 1 - 0 | 11 - 1 | 0 - 0 | 35 - 5 |
2002/2003 | 21 - 0 | 1 - 0 | 5 - 0 | 6 - 1 | 1 - 0 | 34 - 1 |
2003/2004 | 20 - 3 | 1 - 0 | 1 - 1 | 3 - 0 | 0 - 0 | 25 - 4 |
2004/2005 | 10 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 6 - 1 | 0 - 0 | 16 - 1 |
Samtals | 121 - 10 | 10 - 1 | 15 - 5 | 37 - 3 | 1 - 0 | 184 - 19 |
Fréttir, greinar og annað um Vladimir Smicer
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Vladimir líka hættur -
| Sf. Gutt
Vladimir vonast til að fá að spila á gamla heimavellinum -
| Sf. Gutt
Tár féllu
Í nærmynd
Skoða önnur tímabil