| Sf. Gutt

Tár féllu

Fyrrum leikmaður Liverpool Vladimir Smicer felldi tár þegar hann fékk úrskurð þess efnis að hann gæti ekki leikið með tékkneska landsliðinu í Þýskalandi í sumar. Meiðsli valda því að Tékkinn snjalli verður að fylgjast með keppninni í sjónvarpi í stað þess að keppa sjálfur. Vladi segist svo frá.

,,Ég og læknarnir settumst niður að morgunlagi og þetta varð niðurstaðan. Ég gat ekki haft þjálfarna, félaga mína í liðinu og mig í lausu lofti. Það eru bara tíu dagar fram að fyrsta leik og ég get ekki æft almennilega. Ég felldi nokkur tár. Mér leið ömurlega eftir að við féllum úr leik fyrir Grikkjum í Evrópukeppni landsliða árið 2004 en ég hef aldrei grátið út af fótbolta áður."

Þetta eru í sorgleg tíðindi fyrir Vladimir sem hefur leikið vel með Bordeaux á þessari leiktíð. Líklegt má telja að þetta hafi verið síðasta tækifæri hans til að leika á stórmóti með landsliði sínu. En Vladi mun örugglega fylgjast vel með Milan Baros fyrrum félaga sínum hjá Liverpool og hinum leikmönnum Tékka í sumar. Vladi, sem er búinn að vera einn besti maður Tékka á síðustu árum, hefur leikið 81 landsleik og skorað 27 mörk landsliðið.


 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan