| Heimir Eyvindarson
Kenny Dalglish segist viss um að mörkin tvö sem Andy Carroll skoraði gegn City á mánudaginn séu bara byrjunin á því sem koma skal.
Carroll opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool með tveimur góðum mörkum gegn Manchester City síðast liðinn mánudag. Dalglish segir að Andy sé bara rétt að byrja að raða inn mörkum fyrir félagið.
Á blaðamannafundi á Melwood í dag barst talið vitanlega að framherjanum stóra og stæðilega og hvort hann væri nú kominn í sitt gamla form.
,,Það var ekkert úrslitaatriði að hann skyldi skora gegn City. Auðvitað var það frábært að hann skyldi gera það en það var engin pressa á Andy af okkar hálfu. Við vissum alveg að hann myndi þurfa nokkra leiki til að komast í form."
,,Það að hann skyldi skora tvö mörk þýðir ekkert annað en að hann skoraði tvö góð mörk. Það þarf ekkert að þýða að hann sé kominn í sitt besta form. Hann á ennþá dálítið í land með að ná sér eftir erfið meiðsli, en það er virkilega ánægjulegt að sjá hve miklum framförum hann tekur í hverjum leik. Hann er mjög duglegur og öflugur. Hann er bara rétt að byrja að skora mörk fyrir okkur. Þau eiga eftir að verða miklu fleiri."
,,Það tekur nýja leikmenn alltaf dálítinn tíma að komast inn í nýtt lið. Hvað þá þegar menn eru að koma tilbaka eftir meiðsli, en ég hef verið mjög ánægður með þróunina hjá Andy. Auðvitað vonum við að mörkin tvö á mánudaginn hafa fært honum aukið sjálfstraust, en það hefur enginn áhyggjur af því að hann muni verða í einhverjum vandræðum með að finna netið. Hann er fæddur framherji og á eftir að gera góða hluti fyrir okkur. Það er klárt."
TIL BAKA
Andy er bara rétt að byrja

Carroll opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool með tveimur góðum mörkum gegn Manchester City síðast liðinn mánudag. Dalglish segir að Andy sé bara rétt að byrja að raða inn mörkum fyrir félagið.
Á blaðamannafundi á Melwood í dag barst talið vitanlega að framherjanum stóra og stæðilega og hvort hann væri nú kominn í sitt gamla form.
,,Það var ekkert úrslitaatriði að hann skyldi skora gegn City. Auðvitað var það frábært að hann skyldi gera það en það var engin pressa á Andy af okkar hálfu. Við vissum alveg að hann myndi þurfa nokkra leiki til að komast í form."
,,Það að hann skyldi skora tvö mörk þýðir ekkert annað en að hann skoraði tvö góð mörk. Það þarf ekkert að þýða að hann sé kominn í sitt besta form. Hann á ennþá dálítið í land með að ná sér eftir erfið meiðsli, en það er virkilega ánægjulegt að sjá hve miklum framförum hann tekur í hverjum leik. Hann er mjög duglegur og öflugur. Hann er bara rétt að byrja að skora mörk fyrir okkur. Þau eiga eftir að verða miklu fleiri."
,,Það tekur nýja leikmenn alltaf dálítinn tíma að komast inn í nýtt lið. Hvað þá þegar menn eru að koma tilbaka eftir meiðsli, en ég hef verið mjög ánægður með þróunina hjá Andy. Auðvitað vonum við að mörkin tvö á mánudaginn hafa fært honum aukið sjálfstraust, en það hefur enginn áhyggjur af því að hann muni verða í einhverjum vandræðum með að finna netið. Hann er fæddur framherji og á eftir að gera góða hluti fyrir okkur. Það er klárt."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl!
Fréttageymslan