| Sf. Gutt

Liverpool er Englandsmeistari 2025!

Liverpool er Englandsmeistari á leiktíðinni 2024/25! Þetta er tuttugasti Englandsmeistaratitilill í sögu Liverpool Football Club!

Liverpool tryggði sér titilinn síðdegis í dag með því að vinna öruggan stórsigur 5:1 sigur á Tottenham Hotspur á fyrir framan 60.415 áhorfendur á Anfield Road. Liverpool vantaði eitt stig fyrir leikinn til að gulltryggja titilinn. Það verk var samviskusamlega unnið í vorsól og blíðu. Dominic Solanke kom Tottenham yfir en Liverpool svaraði með fimm mörkum. Luis Díaz, Alexis Mac Allister og Cody Gakpo skoruðu fyrir hlé. Mohamed Salah skoraði fjórða markið í síðari hálfleik og fimmta markið var sjálfsmark Destiny Udogie. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum og eftir að hafa jafnað leikinn var bara spurning um hversu sigurinn yrði stór.  

Þúsundir voru komnar að Anfield löngu fyrir leik. Rauð blysský sáust víða að í borginni frá svæðinu í kringum Anfield þegar rúta leikmanna og annað föruneyti kom að leikvanginum. Trylltur fögnuður tók við innan vallar sem utan þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Leikmenn, þjálfarar og annað starfsfólk fagnaði lengi úti á vellinum. Dásamleg stund!

Þetta er í tuttugasta sinn sem Liverpool verður Englandsmeistari í knattspyrnu. Liverpool jafnaði þar með Manchester United í Englandsmeistaratitlum.

Sunnudagurinn 27. apríl 2025 verður lengi í minnum hafður. Nýjasti titill hvers félags er auðvitað alltaf fyrst á eftir að hann vinnst efst á blaði. En þessi titill verður meðal þeir eftirminnilegustu í sögu Liverpool F.C. Hann hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir svo marga á margan hátt!

YNWA!

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan