Eitt stig dugir!
Liverpool þarf aðeins eitt stig í viðbót til að verða Englandsmeistari í 20. skipti. Fimm umferðir eru eftir af keppni í efstu deild á Englandi þessa leiktíðina.
Liverpool fær Tottenham Hotspur í heimsókn á sunnudaginn. Með sigri eða jafntefli verður Liverpool Englandsmeistari. Eftir að Arsenal og Crystal Palace gerðu 2:2 jafntefli á miðvikudagskvöldið varð ljóst að Liverpool þarf bara eitt stig til að tryggja titilinn. Liverpool er núna með 79 stig. Arsenal getur mest náð 79 stigum með því að vinna þá fjóra leiki sem liðið á eftir. Liverpool á óloknum leik fleira en Arsenal. Markatala Liverpool er líka betri sem nemur tíu mörkum.
Þó allt fari á versta veg á móti Tottenham á sunnudaginn á Liverpool ennþá fjóra leiki upp á að hlaupa til að vinna titilinn. En hvað er betra en að eiga þess kost að verða Englandsmeistari á Anfield Road fyrir framan troðfullan völl og eiga samt fjóra leiki eftir?
YNWA!
-
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir!