| Sf. Gutt

Ljúkum verkefninu!

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, hvetur sína menn til að ljúka verkefninu á sunnudaginn þegar Liverpool mætir Tottenham Hotspur á Anfield. Verkefnið felst í því að vinna Tottenham og tryggja Englandsmeistaratitilinn. Reyndar dugar jafntefli! 

,,Það er frábært að vera í þessari stöðu og við tökum engu sem gefnum hlut. Mín skoðun er sú að þetta sé búin að vera framúrskarandi leiktíð. Við höfum skapað margar góðar stundir. Margar góðar stundir. Höfum unnið fullt af leikjum og höfum oft spilað vel. "

,,Núna um helgina gefst okkur tækifæri til að ljúka verkefninu þegar við mætum Tottenham Hotspur. Þeir eru, að mínu áliti, með mjög gott lið. Við höfum mætt þeim þrisvar hingað til á leiktíðinni og leikirnir hafa verið mjög erfiðir."

,,Ég hvet alla stuðningsmenn Liverpool til að styðja okkur í stórleiknum um helgina. Ef allt gengur upp munum við uppskera eins og við sáðum. Við erum búnir að leggja geysilega hart að okkur allt keppnistímabilið til að koma okkur í þessa stöðu.Við höfum sýnt gríðarlega mikinn stöðugleika í deildinni, ná góðum úrslitum og sigrum. Nú fáum við stórt tækifæri. Þetta er bara tækifæri því það er ekkert í hendi. Tækifærið felst í að geta klárað verkefnið. Ég hlakka mikið til. Þannig á að það að vera. En verkefnið sem við eigum fyrir höndum er stórt."

Það verður rafmagnað andrúmsloft á Anfield á sunnudaginn. Liverpool þarf bara eitt stig til að vinna titilinn. En fyrsti tími er bestur til að ljúka verkefninu. Hvað gæti verið betra en að tryggja titilinn á Anfield?

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan