| Sf. Gutt
TIL BAKA
Góður sigur kom Liverpool í hæstu hæðir!
Það voru rauðir fánar á lofti og rauður blær yfir öllu í tilefni dagsins á Anfield Road og Liverpool vann í dag góðan 3:0 sigur á Newcastle. Sigurinn kom liðinu í hæstu hæðir og hefur það ekki verið ofar hingað til á leiktíðinni.
Kenny Dalglish setti Glen Johnson í liðið en hann hefur verið meiddur síðustu vikur. Jack Robinson fór á bekkinn en þangað var kominn Andy Carroll. Fjölmiðlamenn höfðu sýnt því mikinn áhuga hvort hann yrði orðinn leikfær gegn sínu gamla félagi.
Liverpool burstaði Birmingham 5:0 um síðustu helgi og liðið hélt áfram þaðan sem frá var horfið í þeim leik með sókn frá fyrstu mínútu. Stuðningsmenn Liverpool þurftu heldur ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu í vorsólinni. Á 10. mínútu sneri Liverpool vörn í sókn. Boltinn gekk manna á milli fram völlinn og John Flanagan fékk sendingu út til hægri. Hann sendi góða sendingu fyrir markið. Mike Williamson mistókst að skalla frá og boltinn fór beint á Maxi Rodriguez sem skaut snúningalaust að marki. Boltinn hafnaði í markinu eftir að hafa lent í Danny Simpson á leiðinni og Maxi fagnaði fjórða marki sínu í tveimur leikjum með félögum sínum. Líklega hefði skot hans ekki farið í mark nema af því það fór í Danny en öllu láni er vel tekið hjá Liverpool og núna vinna Rauðliðar sér inn heppni. Öðruvísi mér áður brá!
Liverpool hafði þar með gefið tóninn en liðið lét ekki kné fylgja kviði og gestirnir fóru smá saman að færa sig upp á skaftið. Þeir ógnuðu þó ekki marki Liverpool að neinu marki og Tim Krul varð að taka á honum stóra sínum hinu megin á 23. mínútu. Jay Spearing, sem lék stórvel á miðjunni þrumaði þá að marki utan vítateigs. Tim varði naumlega og náði að halda boltanum áður en verr færi. Ekki löngu seinna átti Jay góða fyrirgjöf sem Lucas Leiva skallaði beint á Tim í markinu. Lucas, sem átti stórleik, hefði átt að geta gert betur. Nokkrar fyrirgjafir Newcastle voru hættulegar en líkt og í síðustu leikjum stóðu þeir Jamie Carragher og Martin Skrtel vaktina vel í hjarta varnarinnar. Liverpool leiddi því enn með einu marki þegar leikhlé hófst.
Newcastle hóf síðari hálfleikinn með látum og það voru Liverpool búarnir í liði þeirra sem stóðu fyrir því. Kevin Nolan sendi fyrir og Joey Barton átti skot sem fór rétt framhjá. Þetta var hættulegasta færi Newcastle hingað til og reyndar átti ekki betra færi eftir að falla þeim í skaut. Liverpool ruddist fram í sókn hinu megin. Hinn stórhættulegi Luis Suarez náði boltanum af varnarmanni og lék inn á teiginn en skot hans fór í varnarmann og framhjá. Rétt tíu mínútum síðar átti Maxi fyrirgjöf frá vinstri. Engin hætta virtist á ferðum en boltann datt óvænt ofan á þverslána og Tim vissi ekkert hvað sneri upp eða niður.
Á 59. mínútu fór Liverpol langt með það að gera út um leikinn. Jose Reina sparkaði langt út frá marki sínu og Luis náði boltanum af Mike Williams. Sá úrúgvæski tók strikið inn í vítateig við endalínum en Mike braut á honum. Lítil var snertingin og það var á mörkunum að Luis væri kominn inn í vítateiginn en vítið stóð og Dirk afgreiddi boltann í markið af miklu öryggi eins og hans hefur verið von og vísa. Rétt á eftir munaði engu að Dirk skoraði aftur en skalli hans, eftir aukaspyrnu frá vinstri, fór hárfínt framhjá.
Sex mínútum eftir markið gerði Rauði herinn svo endanlega út um leikinn. Luis Suarez fékk boltann við hægra vítateigshornið. Hann hugðist stinga sér inn á vítateiginn en boltinn fór í varnarmann og ekkert virtist ætla að verða úr. Dirk var á hinn bóginn á vaktinni, náði boltanum og renndi honum þvert fyrir fætur Luis sem var mættur og honum urðu ekki á nein mistök. Hann stýrði boltanum beinustu leið í markið af öryggi rétt utan við markteignn. Tim var einn til varnar og átti enga möguleika.
Fjórar mínútur liðu og hávaði upphófst frá stuðningsmönnum beggja liða þegar Andy Carroll kom til leiks í stað Maxi. Stuðningsmenn Liverpool hylltu hinn rándýra sóknarmann en fyrrum stuðningsmenn rökkuðu hann niður sem þeir reyndar byrjuðu að gera þegar hann hitaði upp í fyrri hálfleik. Andy kom ekkert við sögu eftir að hann kom inn á og hann þarf að ná sér betur eftir meiðslin.
Þegar fimmtán mínútur voru eftir sendi Glen góða sendingu inn á vítateiginn. Raul Meireles henti sér fram og skallaði en boltinn fór framhjá. Fimm mínútum síðar hefði Newcastle átt að fá víti þegar Martin felldi Shola Ameobi en ekkert var dæmt. Lokakaflinn var tíðindasnauður og öruggur sigur Liverpool sigldi í örugga höfn. Kóngurinn var ákallaður af og til og svo var fagnað í leikslok.
Það vorar vel hérna fyrir austan og ekki er vorkoman síðri hjá Kenny Dalglish og lærisveinum hans. Rauða byltingin heldur áfram og allt gengur núna eins og í sögu. Lengi lifi Kóngurinn!
Liverpool: Reina, Flanagan (Shelvey 81. mín.), Carragher, Skrtel, Johnson, Meireles, Leiva, Spearing, Rodriguez (Carroll 69. mín.), Suarez (Cole 87. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Ngog og Robinson.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (10. mín.), Dirk Kuyt, víti (59. mín.) og Luis Suarez (65. mín.).
Gult spjald: John Flanagan.
Newcastle United: Krul, Simpson, Coloccini, Williamson, Enrique (Ferguson 90. mín.), Barton, Nolan, Tiote, Gutierrez, Lovenkrands (Ranger 73. mín.) og Ameobi (Kuqi 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Harper, R. Taylor, S. Taylor og Tavernier.
Gul spjöld: Cheik Tiote og Mike Williamson.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.923.
Maður leiksins: Luis Suarez. Úrúgvæinn var að allan tímann. Ekki gekk allt upp hjá honum en hann ógnaði marki Newcastle við hvert tækifæri. Hann fiskaði vítið og skoraði svo sjálfur. Hann átti það mark sannarlega skilið.
Kenny Dalglish: Það var mjög heitt og það gerði leikmönnum beggja liða erfitt fyrir. Ég held að við höfum verðskuldað sigur en hann var ekki auðveldur. Við ætlum okkur að halda okkar striki og sjá hverju það skilar okkur. Leikmennirnir hafa lagt hart að sér og það er þeim að þakka hvert liðið er núna komið. Þeir standa sig mjög vel á æfingum og það sama gildir þegar þeir eru komnir út á völlinn.
Fróðleikur
- Jamie Carragher lék sinn 665. leik fyrir hönd Liverpool. Hann er þar með búinn að jafna leikjafjölda Ray Clemence og Emlyn Hughes. Ian Callaghan á leikjametið sem er 857.
- Liverpool komst með sigrinum í fimmta sæti og hefur liðið ekki verið ofar á þessari sparktíð.
- Liverpool er þar með komið í Evrópusætí í fyrsta sinn.
- Maxi Rodriguez skoraði sjöunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Maxi lék sinn 50. leik með Liverpool og hefur hann skorað tíu mörk í þeim.
- Dirk Kuyt skoraði þrettánda mark sitt á leiktíðinni.
- Hann skoraði í fjórða leiknum í röð.
- Luis Suarez skoraði þriðja mark sitt fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur nú skorað ellefu mörk í síðustu þremur heimaleikjum og ekkert fengið á sig.
- Kenny Dalglish leiddi Liverpool gegn Newcastle sem hann stýrði í eina tíð.
- Ekki hafa verið fleiri áhorfendur á Anfield á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglish.
Hér má horfa á svipmyndir úr leiknum.
Kenny Dalglish setti Glen Johnson í liðið en hann hefur verið meiddur síðustu vikur. Jack Robinson fór á bekkinn en þangað var kominn Andy Carroll. Fjölmiðlamenn höfðu sýnt því mikinn áhuga hvort hann yrði orðinn leikfær gegn sínu gamla félagi.
Liverpool burstaði Birmingham 5:0 um síðustu helgi og liðið hélt áfram þaðan sem frá var horfið í þeim leik með sókn frá fyrstu mínútu. Stuðningsmenn Liverpool þurftu heldur ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu í vorsólinni. Á 10. mínútu sneri Liverpool vörn í sókn. Boltinn gekk manna á milli fram völlinn og John Flanagan fékk sendingu út til hægri. Hann sendi góða sendingu fyrir markið. Mike Williamson mistókst að skalla frá og boltinn fór beint á Maxi Rodriguez sem skaut snúningalaust að marki. Boltinn hafnaði í markinu eftir að hafa lent í Danny Simpson á leiðinni og Maxi fagnaði fjórða marki sínu í tveimur leikjum með félögum sínum. Líklega hefði skot hans ekki farið í mark nema af því það fór í Danny en öllu láni er vel tekið hjá Liverpool og núna vinna Rauðliðar sér inn heppni. Öðruvísi mér áður brá!
Liverpool hafði þar með gefið tóninn en liðið lét ekki kné fylgja kviði og gestirnir fóru smá saman að færa sig upp á skaftið. Þeir ógnuðu þó ekki marki Liverpool að neinu marki og Tim Krul varð að taka á honum stóra sínum hinu megin á 23. mínútu. Jay Spearing, sem lék stórvel á miðjunni þrumaði þá að marki utan vítateigs. Tim varði naumlega og náði að halda boltanum áður en verr færi. Ekki löngu seinna átti Jay góða fyrirgjöf sem Lucas Leiva skallaði beint á Tim í markinu. Lucas, sem átti stórleik, hefði átt að geta gert betur. Nokkrar fyrirgjafir Newcastle voru hættulegar en líkt og í síðustu leikjum stóðu þeir Jamie Carragher og Martin Skrtel vaktina vel í hjarta varnarinnar. Liverpool leiddi því enn með einu marki þegar leikhlé hófst.
Newcastle hóf síðari hálfleikinn með látum og það voru Liverpool búarnir í liði þeirra sem stóðu fyrir því. Kevin Nolan sendi fyrir og Joey Barton átti skot sem fór rétt framhjá. Þetta var hættulegasta færi Newcastle hingað til og reyndar átti ekki betra færi eftir að falla þeim í skaut. Liverpool ruddist fram í sókn hinu megin. Hinn stórhættulegi Luis Suarez náði boltanum af varnarmanni og lék inn á teiginn en skot hans fór í varnarmann og framhjá. Rétt tíu mínútum síðar átti Maxi fyrirgjöf frá vinstri. Engin hætta virtist á ferðum en boltann datt óvænt ofan á þverslána og Tim vissi ekkert hvað sneri upp eða niður.
Á 59. mínútu fór Liverpol langt með það að gera út um leikinn. Jose Reina sparkaði langt út frá marki sínu og Luis náði boltanum af Mike Williams. Sá úrúgvæski tók strikið inn í vítateig við endalínum en Mike braut á honum. Lítil var snertingin og það var á mörkunum að Luis væri kominn inn í vítateiginn en vítið stóð og Dirk afgreiddi boltann í markið af miklu öryggi eins og hans hefur verið von og vísa. Rétt á eftir munaði engu að Dirk skoraði aftur en skalli hans, eftir aukaspyrnu frá vinstri, fór hárfínt framhjá.
Sex mínútum eftir markið gerði Rauði herinn svo endanlega út um leikinn. Luis Suarez fékk boltann við hægra vítateigshornið. Hann hugðist stinga sér inn á vítateiginn en boltinn fór í varnarmann og ekkert virtist ætla að verða úr. Dirk var á hinn bóginn á vaktinni, náði boltanum og renndi honum þvert fyrir fætur Luis sem var mættur og honum urðu ekki á nein mistök. Hann stýrði boltanum beinustu leið í markið af öryggi rétt utan við markteignn. Tim var einn til varnar og átti enga möguleika.
Fjórar mínútur liðu og hávaði upphófst frá stuðningsmönnum beggja liða þegar Andy Carroll kom til leiks í stað Maxi. Stuðningsmenn Liverpool hylltu hinn rándýra sóknarmann en fyrrum stuðningsmenn rökkuðu hann niður sem þeir reyndar byrjuðu að gera þegar hann hitaði upp í fyrri hálfleik. Andy kom ekkert við sögu eftir að hann kom inn á og hann þarf að ná sér betur eftir meiðslin.
Þegar fimmtán mínútur voru eftir sendi Glen góða sendingu inn á vítateiginn. Raul Meireles henti sér fram og skallaði en boltinn fór framhjá. Fimm mínútum síðar hefði Newcastle átt að fá víti þegar Martin felldi Shola Ameobi en ekkert var dæmt. Lokakaflinn var tíðindasnauður og öruggur sigur Liverpool sigldi í örugga höfn. Kóngurinn var ákallaður af og til og svo var fagnað í leikslok.
Það vorar vel hérna fyrir austan og ekki er vorkoman síðri hjá Kenny Dalglish og lærisveinum hans. Rauða byltingin heldur áfram og allt gengur núna eins og í sögu. Lengi lifi Kóngurinn!
Liverpool: Reina, Flanagan (Shelvey 81. mín.), Carragher, Skrtel, Johnson, Meireles, Leiva, Spearing, Rodriguez (Carroll 69. mín.), Suarez (Cole 87. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Ngog og Robinson.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (10. mín.), Dirk Kuyt, víti (59. mín.) og Luis Suarez (65. mín.).
Gult spjald: John Flanagan.
Newcastle United: Krul, Simpson, Coloccini, Williamson, Enrique (Ferguson 90. mín.), Barton, Nolan, Tiote, Gutierrez, Lovenkrands (Ranger 73. mín.) og Ameobi (Kuqi 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Harper, R. Taylor, S. Taylor og Tavernier.
Gul spjöld: Cheik Tiote og Mike Williamson.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.923.
Maður leiksins: Luis Suarez. Úrúgvæinn var að allan tímann. Ekki gekk allt upp hjá honum en hann ógnaði marki Newcastle við hvert tækifæri. Hann fiskaði vítið og skoraði svo sjálfur. Hann átti það mark sannarlega skilið.
Kenny Dalglish: Það var mjög heitt og það gerði leikmönnum beggja liða erfitt fyrir. Ég held að við höfum verðskuldað sigur en hann var ekki auðveldur. Við ætlum okkur að halda okkar striki og sjá hverju það skilar okkur. Leikmennirnir hafa lagt hart að sér og það er þeim að þakka hvert liðið er núna komið. Þeir standa sig mjög vel á æfingum og það sama gildir þegar þeir eru komnir út á völlinn.
Fróðleikur
- Jamie Carragher lék sinn 665. leik fyrir hönd Liverpool. Hann er þar með búinn að jafna leikjafjölda Ray Clemence og Emlyn Hughes. Ian Callaghan á leikjametið sem er 857.
- Liverpool komst með sigrinum í fimmta sæti og hefur liðið ekki verið ofar á þessari sparktíð.
- Liverpool er þar með komið í Evrópusætí í fyrsta sinn.
- Maxi Rodriguez skoraði sjöunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Maxi lék sinn 50. leik með Liverpool og hefur hann skorað tíu mörk í þeim.
- Dirk Kuyt skoraði þrettánda mark sitt á leiktíðinni.
- Hann skoraði í fjórða leiknum í röð.
- Luis Suarez skoraði þriðja mark sitt fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur nú skorað ellefu mörk í síðustu þremur heimaleikjum og ekkert fengið á sig.
- Kenny Dalglish leiddi Liverpool gegn Newcastle sem hann stýrði í eina tíð.
- Ekki hafa verið fleiri áhorfendur á Anfield á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglish.
Hér má horfa á svipmyndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan