Mark spáir í spilin
Fyrir ári var Kenny Dalglish sérlegur sendiherra Liverpool og starfaði að auki við Akademíu félagsins. Hann er nú sem betur fer kominn í mikilvægara starf og vonandi verður hann ráðinn í það lengur en til loka þessa keppnistímabilis sem nú fer senn að ljúka. En hvernig skyldi staðan vera eftir eitt ár? Hvað verða þeir Kenny, Rafa og Roy að gera þá?
Fulham v Liverpool
Kenny Dalglish er eins og Mídas um þessar mundir. Allt verður að gulli sem hann snertir. Það er engin pressa fyrir þennan leik svo bæði lið geta mætt til leiks og notið þess ð spila knattspyrnu.
Fulham hefur átt mjög góðan endasprett á leiktíðinni og það er ótrúlegt til þess að hugsa að sumir heimtuðu að Mark Hughes yrði rekinn undir lok síðasta árs þegar það vantaði Bobby Zamora og aðra lykilmenn. Út í hött.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool er nú í sjötta sæti.
- Liðið komst reyndar upp í fimmta sæti um síðustu helgi.
- Liverpool vann fyrri leik liðanna 1:0 í Liverpool með furðulegu sjálfsmarki John Pantsil.
- Það var fyrsti sigur Liverpool á heimavelli undir stjórn Kenny Dalglish.
- Þeir Jose Reina og Martin Skrtel eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni.
- Dirk Kuyt er markahæstur hjá Liverpool hingað til á leiktíðinni með fjórtán mörk.
- Dirk hefur skorað í síðustu fjórum leikjum Liverpool.
- Fulham hefur ekki tapað í síðustu sjö heimaleikjum sínum.
- Liverpool hefur náð að skora eitt eða fleiri mörk í síðustu seytján deildarleikjum og hafa ekki aðrir gjört betur.
Síðast!
Allt gekk á afturfótunum hjá Liverpool í þessum leik og það voru aðeins níu Rauðliðar inn á þegar flautað var til leiksloka. Fernando Torres fagnaði marki sínu en Fulham skoraði þrívegis. Roy Hodgson stjórnaði Fulham til frækins sigurs.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!