| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jamie orðinn númer tvö!
Jamie Carragher er nú orðinn næst leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool. Í gærkvöldi lék hann sinn 666. leik undir merkjum Liverpool.
Ian Callaghan er leikjahæsti leikmaður Liverpool eins og sjá má á meðfylgjandi lista. Þó að Jamie eigi langt í að ná honum skal ekki dregið úr afreki hans því leikjafjöldi Ian er einstakur. En þegar listinn er skoðaður má segja að maður átti sig enn frekar á hversu mikið afrek Jamie Carragher er. Það eru nefnilega ekki neinir aukvisar á honum.
Í tíunda sæti er enginn annar en Steven Gerrard og hann á örugglega eftir að þokast eitthvað upp á við áður en hann hættir leik. En það segir sína sögu um hversu magnaðir þeir Jamie og Stevie hafa verið síðustu árin að þeir skuli báðir vera á þessum merkilega lista.
1. Ian Callaghan 857
2. Jamie Carragher 666
3. Ray Clemence 665
4. Emlyn Hughes 665
5. Ian Rush 660
6. Phil Neal 650
7. Tommy Smith 638
8. Bruce Grobbelaar 628
9. Alan Hansen 620
10. Steven Gerrard 556
Ian Callaghan er leikjahæsti leikmaður Liverpool eins og sjá má á meðfylgjandi lista. Þó að Jamie eigi langt í að ná honum skal ekki dregið úr afreki hans því leikjafjöldi Ian er einstakur. En þegar listinn er skoðaður má segja að maður átti sig enn frekar á hversu mikið afrek Jamie Carragher er. Það eru nefnilega ekki neinir aukvisar á honum.
Í tíunda sæti er enginn annar en Steven Gerrard og hann á örugglega eftir að þokast eitthvað upp á við áður en hann hættir leik. En það segir sína sögu um hversu magnaðir þeir Jamie og Stevie hafa verið síðustu árin að þeir skuli báðir vera á þessum merkilega lista.
1. Ian Callaghan 857
2. Jamie Carragher 666
3. Ray Clemence 665
4. Emlyn Hughes 665
5. Ian Rush 660
6. Phil Neal 650
7. Tommy Smith 638
8. Bruce Grobbelaar 628
9. Alan Hansen 620
10. Steven Gerrard 556
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan