| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Steve Clarke setti sér stigatakmark
Steve Clarke segir að Liverpool séu nálægt því stigatakmarki sem hann setti liðinu þegar hann gekk til liðs við félagið í janúar.
Liðið fékk aðeins 25 stig úr fyrstu 20 leikjunum undir stjórn Roy Hodgson. Síðan Kenny Dalglish og Steve Clarke komu til félagsins hefur liðið náð í 33 stig í 17 leikjum.
Það gera alls 58 stig og aðeins einn leikur er eftir, gegn Aston Villa á Villa Park í dag og Clarke segir að það sé mjög nálægt því takmarki sem hann setti liðinu þegar hann kom til Merseyside.
,,Þegar ég kom hingað og leit á deildina sá ég hversu jöfn hún var, mér fannst því raunhæft að enda í einu af sex efstu sætunum," sagði þjálfarinn í viðtali við opinberu heimasíðu félagsins.
,,Maður verður alltaf að setja markið hátt, og ég gerði mér hugmynd um ákveðinn stigafjölda sem mér fannst raunhæft að ná. Ég verð að viðurkenna að við höfum ekki náð þessum stigafjölda ennþá en það er enn mögulegt. Ef við náum takmarkinu þá verður það ánægjulegt og góð vinna sem við höfum lagt af mörkum síðari hluta tímabilsins."
,,En félag eins og Liverpool ætti alltaf að hafa væntingarnar sem mestar."
Aston Villa hafa ekki að neinu að keppa og sigla lygnan sjó í deildinni en þeir hafa verið í góðu formi undanfarna leiki undir stjórn Gary McAllister, í fjarveru Gerard Houllier vegna veikinda. Um síðustu helgi sigruðu þeir Arsenal á útivelli og Clarke veit að leikmenn sínir verða að vera í sínu besta formi til að ná í þrjú stig.
Aðeins sigur dugir til að komast yfir Tottenham í stigatöflunni og treysta verður á að Tottenham vinni ekki Birmingham.
,,Aston Villa eru með góðan leikmannahóp," sagði Clarke. ,,Þeir hafa átt erfitt tímabil en núna er engin pressa á þeim. Þeir geta slakað á og spilað góðan bolta, eins og við sáum þá gera gegn Arsenal."
,,Það er alltaf erfitt þegar eitthvað gerist fyrir stjóra líkt og gerðist með Gerard Houllier. Það hefur áhrif á liðið. Gary (McAllister) hefur sýnt mikinn karakter og náð að halda skipinu stöðugu. Þeir hafa náð góðum úrslitum undir stjórn hans og eru um miðja deild núna. Gary hefur unnið gott starf þarna."
,,En við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Eftir að hafa verið á góðu skriði finnst okkur við hafa brugðist sjálfum okkur gegn Tottenham um síðustu helgi. Andrúmsloftið var hálf skrýtið og það var slæmt að tapa fyrsta heimaleiknum undir stjórn Kenny."
,,En ef við náum í þrjú stig á Villa Park verðum við bara að bíða og sjá hvaða sæti það færir okkur."
Liðið fékk aðeins 25 stig úr fyrstu 20 leikjunum undir stjórn Roy Hodgson. Síðan Kenny Dalglish og Steve Clarke komu til félagsins hefur liðið náð í 33 stig í 17 leikjum.
Það gera alls 58 stig og aðeins einn leikur er eftir, gegn Aston Villa á Villa Park í dag og Clarke segir að það sé mjög nálægt því takmarki sem hann setti liðinu þegar hann kom til Merseyside.
,,Þegar ég kom hingað og leit á deildina sá ég hversu jöfn hún var, mér fannst því raunhæft að enda í einu af sex efstu sætunum," sagði þjálfarinn í viðtali við opinberu heimasíðu félagsins.
,,Maður verður alltaf að setja markið hátt, og ég gerði mér hugmynd um ákveðinn stigafjölda sem mér fannst raunhæft að ná. Ég verð að viðurkenna að við höfum ekki náð þessum stigafjölda ennþá en það er enn mögulegt. Ef við náum takmarkinu þá verður það ánægjulegt og góð vinna sem við höfum lagt af mörkum síðari hluta tímabilsins."
,,En félag eins og Liverpool ætti alltaf að hafa væntingarnar sem mestar."
Aston Villa hafa ekki að neinu að keppa og sigla lygnan sjó í deildinni en þeir hafa verið í góðu formi undanfarna leiki undir stjórn Gary McAllister, í fjarveru Gerard Houllier vegna veikinda. Um síðustu helgi sigruðu þeir Arsenal á útivelli og Clarke veit að leikmenn sínir verða að vera í sínu besta formi til að ná í þrjú stig.
Aðeins sigur dugir til að komast yfir Tottenham í stigatöflunni og treysta verður á að Tottenham vinni ekki Birmingham.
,,Aston Villa eru með góðan leikmannahóp," sagði Clarke. ,,Þeir hafa átt erfitt tímabil en núna er engin pressa á þeim. Þeir geta slakað á og spilað góðan bolta, eins og við sáum þá gera gegn Arsenal."
,,Það er alltaf erfitt þegar eitthvað gerist fyrir stjóra líkt og gerðist með Gerard Houllier. Það hefur áhrif á liðið. Gary (McAllister) hefur sýnt mikinn karakter og náð að halda skipinu stöðugu. Þeir hafa náð góðum úrslitum undir stjórn hans og eru um miðja deild núna. Gary hefur unnið gott starf þarna."
,,En við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Eftir að hafa verið á góðu skriði finnst okkur við hafa brugðist sjálfum okkur gegn Tottenham um síðustu helgi. Andrúmsloftið var hálf skrýtið og það var slæmt að tapa fyrsta heimaleiknum undir stjórn Kenny."
,,En ef við náum í þrjú stig á Villa Park verðum við bara að bíða og sjá hvaða sæti það færir okkur."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan