| Sf. Gutt
TIL BAKA
Endað með tapi
Liverpool endaði þetta viðburðarríka keppnistímabil með 1:0 tapi fyrir Aston Villa á Villa Park. Evrópusætið náðist því ekki og það verður frí frá ferðalögum um Evrópu á næstu leiktíð. Eftir mikið af mörkum á tímabili náði Liverpool ekki að skora í síðustu tveimur leikjunum.
Margir lykilmenn Liverpool voru frá vegna meiðsla og eftir tólf mínútur var einn í viðbót kominn á meiðslalistann. Jay Spearing varð að fara af velli eftir gróft brot Nigel Reo-Coker sem hefði alveg mátt fara líka af velli! Jonjo Shelvey kom til leiks en hann var líka hálfmeiddur.
Á 14. mínútu munaði litlu að Liverpool kæmist yfir. Raul Meireles tók þá horn. Eftir barning í teignum fékk Lucas Leiva boltann en Ashley Young bjargaði við marklínuna. Fjórum mínútum seinna átti Lucas langa sendingu fram en Brad Friedel var snöggur út úr markinu og bjargaði áður en Luis Suarez náði boltanum.
Eftir tuttugu mínútur var Liverpool manni undir. Jamie Carragher og Lucas lentu saman og það sprakk fyrir á enni Jamie sem varð að fara af velli til að láta búa um skurðinn. Liverpool lék manni færri í nokkrar mínútur en það kom ekki að sök. Jamie kom svo með bundið um höfuðið og ekki í fyrsta skipti!
Heimamenn komust svo allt í einu yfir á 33. mínútu eftir eina af fyrstu sóknum sínum. Varamaðurinn Marc Albrighton sendi þá fyrir markið frá hægri, boltinn fór yfir allt og alla yfir á fjærstöng. Þar náði Stewart Downing að leggja boltann fyrir sig og skora með skoti í slá og inn. Vel gert því hann var í þröngu færi. Fjölmiðlar segja Liverpool hafa áhuga á Stewart og hann lék vel í leiknum. Á hinn bóginn sást lítið til Ashley Young sem mikið hefur verið orðaður við Liverpool á síðustu mánuðum. Ekki gerðist meira markvert fram að leikhléi.
Snemma í síðari hálfleik hefði mátt halda að Aston Villa hefði skorað, miðað við mikinn fögnuð, en það var reyndar Tottenham sem skoraði á White Hart Lane gegn Birmingham. Greinilegt var að stuðningsmenn Villa voru mjög uppteknir af þeim leik enda von í að þeir Bláu myndu falla! Stuðningsmenn Liverpool reyndu hvað þeir gætu til að hvetja sitt lið og svo gáfu þeir sér tíma til að kyrja nafn Gerard Houllier sem ekki var á leiknum eftir veikindi sín. Á meðal stuðningsmanna Liverpool var enginn annar en Steven Gerrard!
Eftir rétt rúman klukkutíma leit allt út fyrir að Liverpool myndi jafna. Luis lék þá fram vinstra megin og sendi þvert fyrir markið á Raul. Hann náði þokkalegu skoti en Brad og Richard Dunne renndu sér fyrir boltann og náðu í sameiningu að bjarga á ótrúlegan hátt. Reyndar töldu sumir að önnur hendi Richard hefði komið við sögu. Villa svaraði hinu megin litlu síðar þegar James Collins fékk upplagt færi rétt fyrir framan markið eftir aukaspyrnu frá hægri. Hann hitti sem betur fer ekki boltann sem fór framhjá.
Liverpool lék mun betur en í fyrri hálfleik og á 66. mínútu komst Raul inn í vítateiginn hægra megin en hann reyndi að gefa fyrir í stað þess að skjóta sem hann hefði vel getað. Varnarmaður komst fyrir og ekkert varð úr. Fjórum mínútum síðar skall hurð aftur nærri hælum við mark Villa þegar fast skot Fabio Aurelio beint úr aukaspyrnu fór rétt framhjá.
Heimamenn fengu upplagt færi til að gera út um leikinn á 77. mínútu. Darren Bent komst inn á vítateiginn og sendi fyrir markið á Gabriel Agbonlahor sem náði ekki að stýra boltanum í markið fyrir opnu marki. Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu og tveimur mínútum fyrir leikslok braust John Flanagan inn í vítateiginn og sendi út á Luis en skot hans úr góðu skotfæri var laust og fór beint á Brad. Þar hefði Luis átt að gera betur. Heimamenn fögnuðu sigri og um leið fögnuðu þeir falli Birmingham City sem tapaði 2:1 fyrir Tottenham sem gulltryggði þar með Evrópusætið sem Liverpool hefði getað náð í dag hefði allt gengið upp.
Erfitt og viðburðaríkt keppnistímabil er á enda. Það verður áhugavert að sjá hverjir skipa Liverpool liðið sem mætir í fyrsta leik á næsta keppnistímabili. Það þarf liðsstyrk og sem fyrr er alltaf erfitt að finna réttu mennina en við höfum rétta manninn í stöðu framkvæmdastjóra!
Aston Villa: Friedel, Walker, Collins, Dunne, L. Young, Downing, Reo-Coker (Agbonlahor 68. mín.), Delph (Albrighton 28. mín.), Petrov, A. Young (Bradley 89. mín.) og Bent. Ónotaðir varamenn: Marshall, Pires, Heskey og Clark.
Mark Aston Villa: Stewart Downing (33. mín.).
Gul spjöld: Nigel Reo-Coker og Kyle Walker.
Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Skrtel, Aurelio, Meireles, Spearing (Shelvey 12. mín.), Leiva, Cole (Ngog 68. mín.), Suarez og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wilson, Poulsen, Wisdom og Robinson.
Gul spjöld: Raul Meireles og Joe Cole.
Áhorfendur á Villa Park: 42.785.
Maður leiksins: Luis Suarez. Hann barðist vel í sókninni og reyndi hvað hann gat til að skora. Honum voru mislagðar fætur en hann hann lagði sig allan fram og um meira verður ekki beðið.
Kenny Dalglish: Þetta eru vonbrigði. Ég er vonsvikinn fyrir hönd leikmannanna en ég er alls ekki vonsvikinn með þá. Þeir hafa staðið sig með sóma í að ná eins langt og þeir hafa gert en það hefði verið gaman að enda á jákvæðum úrslitum. Ég held að það hafi verið komin þreyta í menn og eins vorum við orðnir fáliðaðir.
Fróðleikur
- Liverpool missir af Evrópusæti í fyrsta sinn á þessari öld.
- Síðast komast Liverpool ekki í Evrópukeppni á leiktíðinni 1999/2000.
- Liverpool endaði í sjötta sæti í deildinni.
- Þetta var fyrsta tap Liverpool á Villa Park frá því 1998.
- Brad Friedel lék sinn 400. deildarleik í ensku knattspyrnunni.
- Hann lék sinn fyrsta með Liverpool gegn Aston Villa.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish af vefsíðu BBC.
Margir lykilmenn Liverpool voru frá vegna meiðsla og eftir tólf mínútur var einn í viðbót kominn á meiðslalistann. Jay Spearing varð að fara af velli eftir gróft brot Nigel Reo-Coker sem hefði alveg mátt fara líka af velli! Jonjo Shelvey kom til leiks en hann var líka hálfmeiddur.
Á 14. mínútu munaði litlu að Liverpool kæmist yfir. Raul Meireles tók þá horn. Eftir barning í teignum fékk Lucas Leiva boltann en Ashley Young bjargaði við marklínuna. Fjórum mínútum seinna átti Lucas langa sendingu fram en Brad Friedel var snöggur út úr markinu og bjargaði áður en Luis Suarez náði boltanum.
Eftir tuttugu mínútur var Liverpool manni undir. Jamie Carragher og Lucas lentu saman og það sprakk fyrir á enni Jamie sem varð að fara af velli til að láta búa um skurðinn. Liverpool lék manni færri í nokkrar mínútur en það kom ekki að sök. Jamie kom svo með bundið um höfuðið og ekki í fyrsta skipti!
Heimamenn komust svo allt í einu yfir á 33. mínútu eftir eina af fyrstu sóknum sínum. Varamaðurinn Marc Albrighton sendi þá fyrir markið frá hægri, boltinn fór yfir allt og alla yfir á fjærstöng. Þar náði Stewart Downing að leggja boltann fyrir sig og skora með skoti í slá og inn. Vel gert því hann var í þröngu færi. Fjölmiðlar segja Liverpool hafa áhuga á Stewart og hann lék vel í leiknum. Á hinn bóginn sást lítið til Ashley Young sem mikið hefur verið orðaður við Liverpool á síðustu mánuðum. Ekki gerðist meira markvert fram að leikhléi.
Snemma í síðari hálfleik hefði mátt halda að Aston Villa hefði skorað, miðað við mikinn fögnuð, en það var reyndar Tottenham sem skoraði á White Hart Lane gegn Birmingham. Greinilegt var að stuðningsmenn Villa voru mjög uppteknir af þeim leik enda von í að þeir Bláu myndu falla! Stuðningsmenn Liverpool reyndu hvað þeir gætu til að hvetja sitt lið og svo gáfu þeir sér tíma til að kyrja nafn Gerard Houllier sem ekki var á leiknum eftir veikindi sín. Á meðal stuðningsmanna Liverpool var enginn annar en Steven Gerrard!
Eftir rétt rúman klukkutíma leit allt út fyrir að Liverpool myndi jafna. Luis lék þá fram vinstra megin og sendi þvert fyrir markið á Raul. Hann náði þokkalegu skoti en Brad og Richard Dunne renndu sér fyrir boltann og náðu í sameiningu að bjarga á ótrúlegan hátt. Reyndar töldu sumir að önnur hendi Richard hefði komið við sögu. Villa svaraði hinu megin litlu síðar þegar James Collins fékk upplagt færi rétt fyrir framan markið eftir aukaspyrnu frá hægri. Hann hitti sem betur fer ekki boltann sem fór framhjá.
Liverpool lék mun betur en í fyrri hálfleik og á 66. mínútu komst Raul inn í vítateiginn hægra megin en hann reyndi að gefa fyrir í stað þess að skjóta sem hann hefði vel getað. Varnarmaður komst fyrir og ekkert varð úr. Fjórum mínútum síðar skall hurð aftur nærri hælum við mark Villa þegar fast skot Fabio Aurelio beint úr aukaspyrnu fór rétt framhjá.
Heimamenn fengu upplagt færi til að gera út um leikinn á 77. mínútu. Darren Bent komst inn á vítateiginn og sendi fyrir markið á Gabriel Agbonlahor sem náði ekki að stýra boltanum í markið fyrir opnu marki. Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu og tveimur mínútum fyrir leikslok braust John Flanagan inn í vítateiginn og sendi út á Luis en skot hans úr góðu skotfæri var laust og fór beint á Brad. Þar hefði Luis átt að gera betur. Heimamenn fögnuðu sigri og um leið fögnuðu þeir falli Birmingham City sem tapaði 2:1 fyrir Tottenham sem gulltryggði þar með Evrópusætið sem Liverpool hefði getað náð í dag hefði allt gengið upp.
Erfitt og viðburðaríkt keppnistímabil er á enda. Það verður áhugavert að sjá hverjir skipa Liverpool liðið sem mætir í fyrsta leik á næsta keppnistímabili. Það þarf liðsstyrk og sem fyrr er alltaf erfitt að finna réttu mennina en við höfum rétta manninn í stöðu framkvæmdastjóra!
Aston Villa: Friedel, Walker, Collins, Dunne, L. Young, Downing, Reo-Coker (Agbonlahor 68. mín.), Delph (Albrighton 28. mín.), Petrov, A. Young (Bradley 89. mín.) og Bent. Ónotaðir varamenn: Marshall, Pires, Heskey og Clark.
Mark Aston Villa: Stewart Downing (33. mín.).
Gul spjöld: Nigel Reo-Coker og Kyle Walker.
Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Skrtel, Aurelio, Meireles, Spearing (Shelvey 12. mín.), Leiva, Cole (Ngog 68. mín.), Suarez og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wilson, Poulsen, Wisdom og Robinson.
Gul spjöld: Raul Meireles og Joe Cole.
Áhorfendur á Villa Park: 42.785.
Maður leiksins: Luis Suarez. Hann barðist vel í sókninni og reyndi hvað hann gat til að skora. Honum voru mislagðar fætur en hann hann lagði sig allan fram og um meira verður ekki beðið.
Kenny Dalglish: Þetta eru vonbrigði. Ég er vonsvikinn fyrir hönd leikmannanna en ég er alls ekki vonsvikinn með þá. Þeir hafa staðið sig með sóma í að ná eins langt og þeir hafa gert en það hefði verið gaman að enda á jákvæðum úrslitum. Ég held að það hafi verið komin þreyta í menn og eins vorum við orðnir fáliðaðir.
Fróðleikur
- Liverpool missir af Evrópusæti í fyrsta sinn á þessari öld.
- Síðast komast Liverpool ekki í Evrópukeppni á leiktíðinni 1999/2000.
- Liverpool endaði í sjötta sæti í deildinni.
- Þetta var fyrsta tap Liverpool á Villa Park frá því 1998.
- Brad Friedel lék sinn 400. deildarleik í ensku knattspyrnunni.
- Hann lék sinn fyrsta með Liverpool gegn Aston Villa.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan