| Sf. Gutt
Liverpool tapaði tveimur síðustu deildarleikjum sínum og missti þar með af Evrópusæti í fyrsta sinn frá árinu 1999. Kenny Dalglish segir að Evrópusætið hafi ekki tapast í þessum tveimur leikjum. Fremur hafi slæm byrjun á keppnistímabilinu kostað Evrópusætið. Hann sagði þetta eftir leikinn við Aston Villa.
,,Við misstum ekki sæti í Evrópukeppni vegna þess að við töpuðum í dag. Það var hin slæma byrjun á keppnistímabilinu sem sá fyrir því. Fyrst liðið byrjaði svona illa eins og raunin var má segja að það hafi verið heppni að ná sjötta sætinu. Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið fyrir að við skyldum vera svona nærri því."
Það má til sanns vegar færa að slæm byrjun Liverpool undir stjórn Roy Hodgson hafi kostað félagið Evrópusæti. Liverpool átti auðvitað um tíma möguleika á að ná sjötta og jafnvel fimmta sætinu en það mátti ekkert út af bera í síðustu leikjunum og því fór sem fór.
En það tjáir ekki að fást um það og nú er að vona að Liverpool byrji næstu sparktíð af fullum krafti.
TIL BAKA
Slæm byrjun kostaði Evrópusæti

,,Við misstum ekki sæti í Evrópukeppni vegna þess að við töpuðum í dag. Það var hin slæma byrjun á keppnistímabilinu sem sá fyrir því. Fyrst liðið byrjaði svona illa eins og raunin var má segja að það hafi verið heppni að ná sjötta sætinu. Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið fyrir að við skyldum vera svona nærri því."
Það má til sanns vegar færa að slæm byrjun Liverpool undir stjórn Roy Hodgson hafi kostað félagið Evrópusæti. Liverpool átti auðvitað um tíma möguleika á að ná sjötta og jafnvel fimmta sætinu en það mátti ekkert út af bera í síðustu leikjunum og því fór sem fór.
En það tjáir ekki að fást um það og nú er að vona að Liverpool byrji næstu sparktíð af fullum krafti.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan