| Sf. Gutt
Martin Skrtel vann fágætt afrek, með Liverpool, á nýliðnu keppnistímabili. Þegar hann gekk af leikvelli gegn Aston Villa hafði hann leikið hverja einustu mínútu í hverjum einasta deildarleik Liverpool. Alls lék hann 3591 mínútur og í leikjunum 38 skoraði hann tvö mörk.
Það er mjög fátítt nú til dags að útileikmaður nái að spila hverja einustu mínútu í deildarleikjunum og á síðustu leiktíð náði aðeins einn annar útileikmaður þessu. Það var Leighton Baines bakvörður Everton.
Martin var annar tveggja leikmanna Liverpool sem lék allar mínútur í deildinni. Hinn var Jose Reina en það gerist af og til að markverðir nái þessu. Jose lék alls 50 af þeim 54 leikjum sem Liverpool lék í öllum keppnum en Martin kom næstur með 49 leiki.
Martin Skrtel var mjög öflugur í vörn Liverpool og átti kannski sína bestu leiktíð eftir að hann kom til Englands. En hann sýndi líka mikla keppnishörku því hann lék síðustu vikurnar hálfmeiddur.
TIL BAKA
Fágætt afrek

Það er mjög fátítt nú til dags að útileikmaður nái að spila hverja einustu mínútu í deildarleikjunum og á síðustu leiktíð náði aðeins einn annar útileikmaður þessu. Það var Leighton Baines bakvörður Everton.
Martin var annar tveggja leikmanna Liverpool sem lék allar mínútur í deildinni. Hinn var Jose Reina en það gerist af og til að markverðir nái þessu. Jose lék alls 50 af þeim 54 leikjum sem Liverpool lék í öllum keppnum en Martin kom næstur með 49 leiki.
Martin Skrtel var mjög öflugur í vörn Liverpool og átti kannski sína bestu leiktíð eftir að hann kom til Englands. En hann sýndi líka mikla keppnishörku því hann lék síðustu vikurnar hálfmeiddur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan