| Heimir Eyvindarson
Liverpool sigraði kínverska 2. deildarliðið Guangdong í fyrsta æfingaleik sumarsins. Lokatölur í Guangzhou urðu 3:4.
Alls komu 23 leikmenn Liverpool við sögu í leiknum, þeirra á meðal Charlie Adam sem kom inn á í hálfleik og hefur þar með leikið sinn fyrsta leik fyrir okkar menn.
Fyrsta mark leiksins kom úr nokkuð óvæntri átt, en þar var á ferð Christian nokkur Poulsen! Hann skoraði af stuttu færi á 19. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Joe Cole.
Tveimur mínútum síðar skoraði David Ngog, eftir gott gegnumbrot Jonjo Shelvey. Heimamenn minnkuðu muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar Ricardo skoraði.
Hin mörk Liverpool í dag komu frá hinum unga Conor Coady á 72. mín. og Andy Carroll 85. mín. Conor skoraði með glæsilegu þrumuskoti frá vítateig eftir að Andy hafði lagt boltann út á hann. Vel gert hjá stráknum sem þykir geysilega efnilegur. Andy stýrði svo boltanum í markið af stuttu færi eftir sendingu frá Maxi Rodriguez. Það var gott að risinn skyldi ná að skora en honum fannst ekki allt falla nógu vel með sér í leiknum. Guangdong bætti sinn hlut með tveimur mörkum á lokamínútunni. Þeir Lu Lin og Yin Hongbo skoruðu.
Byrjunarlið Liverpool var þannig skipað: Gulacsi, Flanagan, Carragher, Wilson, Kelly, Shelvey, Poulsen, Spearing, Cole, Pacheco og Ngog.
Allir þessir leikmenn fóru út af í leikhléi og í þeirra stað komu Jones, Agger, Kuyt, Aquilani, Robinson, Kyrgiakos, Rodriguez, Wisdom, Carroll, Coady og Adam. Á 71. mínútu gerði Kenny Dalglish síðan skiptingu þegar Hansen kom inn fyrir Jones í markinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
TIL BAKA
Sigur í fyrsta æfingaleiknum

Alls komu 23 leikmenn Liverpool við sögu í leiknum, þeirra á meðal Charlie Adam sem kom inn á í hálfleik og hefur þar með leikið sinn fyrsta leik fyrir okkar menn.
Fyrsta mark leiksins kom úr nokkuð óvæntri átt, en þar var á ferð Christian nokkur Poulsen! Hann skoraði af stuttu færi á 19. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Joe Cole.
Tveimur mínútum síðar skoraði David Ngog, eftir gott gegnumbrot Jonjo Shelvey. Heimamenn minnkuðu muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar Ricardo skoraði.
Hin mörk Liverpool í dag komu frá hinum unga Conor Coady á 72. mín. og Andy Carroll 85. mín. Conor skoraði með glæsilegu þrumuskoti frá vítateig eftir að Andy hafði lagt boltann út á hann. Vel gert hjá stráknum sem þykir geysilega efnilegur. Andy stýrði svo boltanum í markið af stuttu færi eftir sendingu frá Maxi Rodriguez. Það var gott að risinn skyldi ná að skora en honum fannst ekki allt falla nógu vel með sér í leiknum. Guangdong bætti sinn hlut með tveimur mörkum á lokamínútunni. Þeir Lu Lin og Yin Hongbo skoruðu.
Byrjunarlið Liverpool var þannig skipað: Gulacsi, Flanagan, Carragher, Wilson, Kelly, Shelvey, Poulsen, Spearing, Cole, Pacheco og Ngog.
Allir þessir leikmenn fóru út af í leikhléi og í þeirra stað komu Jones, Agger, Kuyt, Aquilani, Robinson, Kyrgiakos, Rodriguez, Wisdom, Carroll, Coady og Adam. Á 71. mínútu gerði Kenny Dalglish síðan skiptingu þegar Hansen kom inn fyrir Jones í markinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan