| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tap gegn Tígrunum
Liverpool steinlá 3:0 fyrir Tígrunum í Hull. Kannski sat Asíuferðin í leikmönnum en hvað sem var þá lék Liverpool ekki vel og tapaði.
Liðsmenn liðanna báru sorgarbönd til minningar um fórnarlömb hins hryllilega hryðjuverks í Noregi í gær.
Þeir Robbie Brady og Robert Koren skoruðu í fyrri hálfleik og komu heimamönnum í góða stöðu. Bæði mörkin voru skoruð með góðum skotum utan vítateigs sem Alexander Doni, sem lék sinn fyrsta leik, réði ekkert við. David Ngog fékk eina almennilega færi Liverpool en félagi hans Peter Gulacsi varði vel. Hann hélt ekki boltanum en Joe Cole hitti ekki markið úr frákastinu.
Líkt og í tveimur fyrstu æfingaleikjunum var skipt um lið í leikhléi. Þeir Stewart Downing og Jordan Henderson léku í fyrsta sinn fyrir Liverpool í síðari hálfleik og sýndu þokkaleg tilþrif. Stewart var reyndar rétt búinn að minnka muninn strax eftir leikhlé, eftir að hafa unnið boltann í teignum, en markmaður Hull varði frábærlega í horn. Liverpool lék mun betur í síðari hálfleik en það voru heimamenn sem skoruðu upp úr þurru þegar Jay Simpson fékk boltann óvaldaður í teignum. Brad Jones réði ekkert við skot hans og þar með voru úrslitin ráðin. Liverpool tókst ekki að rétta sinn hlut þrátt fyrir færi en sigur Hull var sanngjarn.
Hull City: Gulacsi (Basso 46), Rosenior (East 46), Dudgeon (Barmby 62), Cairney (McKenna 46), Chester, McShane (Bradley 86), Koren (Devitt 46), Evans (Harper 46), Mclean (Adebola 46), Fryatt (Simpson 46) og Brady (Kilbane 46).
Liverpool: Doni (Jones 46), Kelly (Flanagan 46), Carragher (Kyrgiakos 46), Ayala (Wilson 46), Robinson (Insua 46), Cole (Kuyt 46), Poulsen (Adam 46), Aquilani (Spearing 46), Coady (Henderson 46), Rodriguez (Downing 46) og Ngog (Carroll 46). Ónotaðir varamenn: Hansen, Degen og Wisdom.
Áhorfendur: 20.924.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Liðsmenn liðanna báru sorgarbönd til minningar um fórnarlömb hins hryllilega hryðjuverks í Noregi í gær.
Þeir Robbie Brady og Robert Koren skoruðu í fyrri hálfleik og komu heimamönnum í góða stöðu. Bæði mörkin voru skoruð með góðum skotum utan vítateigs sem Alexander Doni, sem lék sinn fyrsta leik, réði ekkert við. David Ngog fékk eina almennilega færi Liverpool en félagi hans Peter Gulacsi varði vel. Hann hélt ekki boltanum en Joe Cole hitti ekki markið úr frákastinu.
Líkt og í tveimur fyrstu æfingaleikjunum var skipt um lið í leikhléi. Þeir Stewart Downing og Jordan Henderson léku í fyrsta sinn fyrir Liverpool í síðari hálfleik og sýndu þokkaleg tilþrif. Stewart var reyndar rétt búinn að minnka muninn strax eftir leikhlé, eftir að hafa unnið boltann í teignum, en markmaður Hull varði frábærlega í horn. Liverpool lék mun betur í síðari hálfleik en það voru heimamenn sem skoruðu upp úr þurru þegar Jay Simpson fékk boltann óvaldaður í teignum. Brad Jones réði ekkert við skot hans og þar með voru úrslitin ráðin. Liverpool tókst ekki að rétta sinn hlut þrátt fyrir færi en sigur Hull var sanngjarn.
Hull City: Gulacsi (Basso 46), Rosenior (East 46), Dudgeon (Barmby 62), Cairney (McKenna 46), Chester, McShane (Bradley 86), Koren (Devitt 46), Evans (Harper 46), Mclean (Adebola 46), Fryatt (Simpson 46) og Brady (Kilbane 46).
Liverpool: Doni (Jones 46), Kelly (Flanagan 46), Carragher (Kyrgiakos 46), Ayala (Wilson 46), Robinson (Insua 46), Cole (Kuyt 46), Poulsen (Adam 46), Aquilani (Spearing 46), Coady (Henderson 46), Rodriguez (Downing 46) og Ngog (Carroll 46). Ónotaðir varamenn: Hansen, Degen og Wisdom.
Áhorfendur: 20.924.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim
Fréttageymslan