| Grétar Magnússon
Kenny Dalglish segir að leikurinn gegn Arsenal á laugardaginn verði ekki léttari útaf meiðslavandræðum sem Arsenal eiga í.
Margir leikmenn Arsenal eiga við meiðsli að stríða auk þess sem Cesc Fabregas hefur verið seldur til Barcelona og allt lítur út fyrir að Samir Nasri fari til Manchester City. Liverpool hefur ekki unnið lið Arsene Wenger í London síðan í febrúar árið 2000. Gervinho og Alex Song eru í banni og þeir Kieran Gibbs, Johan Djorou og Jack Wilshere eiga allir við meiðsli að stríða. Dalglish segir leikmönnum sínum að hugsa ekki um Arsenal og einbeita sér að sjálfum sér.
,,Það gerir hlutina ekkert auðveldari fyrir okkur að þeir hafi misst Fabregas og að Nasri spili líklega ekki," sagði Dalglish. ,,Þeir eru einnig með tvo leikmenn í banni en þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Arsenal er það lið sem flestum finnst gaman að fylgjast með því þeir spila skemmtilegan bolta."
,,Þeir eru ennþá lið sem ég ber mikla virðingu fyrir. Við förum í leikinn með sömu tilfinningar og við höfðum fyrir þennan leik á síðasta tímabili - að þetta verði erfiður leikur. Ég veit ekki hvernig þeir (Arsenal) bregðast við en þetta snýst um hvað við gerum. Við getum stjórnað því og vonandi gerum við þeim erfitt fyrir eins og þeir okkur."
Leikur þessa liða á síðasta tímabili var sögulegur fyrir þær sakir að Dirk Kuyt jafnaði leikinn mjög seint í uppbótartíma úr vítaspyrnu eftir að Robin Van Persie hafði sjálfur skorað úr vítaspyrnu nokkrum mínútum fyrr.
,,Það voru frábær úrslit fyrir okkur," sagði Dalglish. ,,Við vorum með Flanno (John Flanagan) í hægri bakverði og þegar Fabio Aurelio fór af velli meiddur kom Robbo (Jack Robinson) inná aðeins 17 ára gamall til að spila gegn Theo Walcott, sem er enskur landsliðsmaður, og hann stóð sig mjög vel. Við börðumst í þessum leik, stóðum í hárinu á þeim og fengum það sem við áttum skilið."
Hér eru myndir af æfingu Liverpool í dag.
TIL BAKA
Leikurinn gegn Arsenal verður erfiður

Margir leikmenn Arsenal eiga við meiðsli að stríða auk þess sem Cesc Fabregas hefur verið seldur til Barcelona og allt lítur út fyrir að Samir Nasri fari til Manchester City. Liverpool hefur ekki unnið lið Arsene Wenger í London síðan í febrúar árið 2000. Gervinho og Alex Song eru í banni og þeir Kieran Gibbs, Johan Djorou og Jack Wilshere eiga allir við meiðsli að stríða. Dalglish segir leikmönnum sínum að hugsa ekki um Arsenal og einbeita sér að sjálfum sér.
,,Það gerir hlutina ekkert auðveldari fyrir okkur að þeir hafi misst Fabregas og að Nasri spili líklega ekki," sagði Dalglish. ,,Þeir eru einnig með tvo leikmenn í banni en þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Arsenal er það lið sem flestum finnst gaman að fylgjast með því þeir spila skemmtilegan bolta."
,,Þeir eru ennþá lið sem ég ber mikla virðingu fyrir. Við förum í leikinn með sömu tilfinningar og við höfðum fyrir þennan leik á síðasta tímabili - að þetta verði erfiður leikur. Ég veit ekki hvernig þeir (Arsenal) bregðast við en þetta snýst um hvað við gerum. Við getum stjórnað því og vonandi gerum við þeim erfitt fyrir eins og þeir okkur."
Leikur þessa liða á síðasta tímabili var sögulegur fyrir þær sakir að Dirk Kuyt jafnaði leikinn mjög seint í uppbótartíma úr vítaspyrnu eftir að Robin Van Persie hafði sjálfur skorað úr vítaspyrnu nokkrum mínútum fyrr.
,,Það voru frábær úrslit fyrir okkur," sagði Dalglish. ,,Við vorum með Flanno (John Flanagan) í hægri bakverði og þegar Fabio Aurelio fór af velli meiddur kom Robbo (Jack Robinson) inná aðeins 17 ára gamall til að spila gegn Theo Walcott, sem er enskur landsliðsmaður, og hann stóð sig mjög vel. Við börðumst í þessum leik, stóðum í hárinu á þeim og fengum það sem við áttum skilið."
Hér eru myndir af æfingu Liverpool í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan