Mark spáir í spilin
Frumsýningin á þessari leiktíð gekk ekki alveg að óskum. Allt leit vel út eftir mjög góðan fyrri hálfleik gegn Sunderland en allt rann út í sandinn eftir leikhlé. Vissulega hefði Liverpool átt að klára leikinn í fyrri háfleik en síðari hálfleikurinn olli vonbrigðum og það var ekki gott að segja til um hvað olli því að allur vindur var úr liðinu. Nýju mennirnir eiga eftir að ná saman og vonandi verða þeir snöggir að nálgast hver annan.
Arsenal v Liverpool
Líkt og leikur Newcastle á móti Sunderland þá er þetta leikur sem maður vill ekki fá svona snemma á leiktíðinni. Þetta er stórleikur en ég held að stuðningsmenn liðanna hafi ekki mikinn tíma til að búa til stemmingu fyrir hann. Allt útlit er á að Arsenal hafi misst tvo af sínum bestu mönnum. Cesc Fabregas er farinn og mestar líkur eru á að Samir Nasri fari fyrr en seinna. Það vantar líka Alex Song og Gervinho því þeir eru í leikbanni. Að auki eru einhver meiðslavandræði.
Líklega eru leikmenn Liverpool svolítið að sleikja sárin eftir góðan fyrri hálfleik gegn Sunderland en svo fylgdi slakur sá síðari. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, myndi líklega þiggja jafntefli á Emirates núna. Jú, það má segja að það sé gott að mæta Arsenal núna vegna vandamála í þeirra herbúðum en það er líka ekki allt í topplagi hjá Liverpool því nýju mennirnir eiga eftir að koma sér fyrir og eins þarf að koma þeim í betri þjálfun.
Spá: 1:1.
Hér má sjá Kenny Dalglish ræða um leikinn á blaðamannafundi.
Til minnis!
- Bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu umferð deildarinnar.
- Liverpool hefur ekki unnið útisigur á Arsenal frá því á síðustu öld!
- Síðast vann Liverpool leiktíðina 1999/2000.
- Titi Camara tryggði þá 0:1 sigur á Highbury.
- Liverpool hefur ekki unnið sigur á Arsenal í síðustu átta deildarleikjum liðanna.
Síðast!
Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1:1 með tveimur vítaspyrnumörkum sem voru skoruð á allra síðustu stundu. Robin Van Persie kom Arsenal fyrir þegar venjulegum leiktíma var lokið en Dirk Kuyt skoraði enn seinna og líka úr víti. Þetta var allra síðasta spark leiksins og kom á 102. mínútu! Jamie Carragher rotaðist fyrr í leiknum og mikið gekk á. Svo lét Kenny Arsene heyra það á kjarnyrtri ensku þegar öllu var lokið!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!